Von lifir í vonbrigðunum 19. desember 2009 06:00 „Hlýnun loftslags af mannavöldum er staðreynd, engin bábilja." Þessi yfirlýsing sýnir öðrum fremur hve langt loftlagsmál hafa færst á undanförnum árum. Það að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, fullyrði á þennan veg og aðrir þjóðarleiðtogar taki í sama streng, sýnir okkur að búið er að viðurkenna vandamálið. Og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að lausn. Sú lausn fæddist ekki hér í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að bjartsýnustu menn hefðu vonast eftir því. Kannski var það of mikil bjartsýni, margir tala þannig nú. Tekið skal fram þegar þetta er skrifað að ekki er komin niðurstaða í viðræðurnar. Blaðamannafundum hefur hvað eftir annað verið frestað og heyrst hefur af fundum stórveldanna. Upp úr kvöldmat sátu Bandaríkin og Kína á rökstólum og jafnvel var búist við að samkomulag væri í burðarliðnum. Hvernig samkomulag er óvíst nú. Kraftaverk þarf þó að gerast til að það verði lagalega bindandi. Hvort um verður að ræða pólitíska viljayfirlýsingu allra leiðtoganna hér, eða einfaldan ramma um áframhaldandi viðræður, skal ósagt látið. Pólitísk viljayfirlýsing er á þessari stundu álitin vera ljós í myrkrinu, sönnun þess að ráðstefnan hafi ekki verið misheppnuð. Vissulega mun Dönum þykja það, þeir höfðu vonast til að í Kaupmannahöfn yrði skrifað undir samkomulagið sem bjargaði heiminum. En, líkt og áður hefur verið bent á, þá er það vissulega nokkur árangur ef það tekst að fá 130 þjóðarleiðtoga til að lýsa yfir sameiginlegum vilja sínum. Takist það ekki, er ljóst að enn er langt í land. Ásteytingarsteinarnir hafa verið fjölmargir. Þróunarlöndin vilja ekki taka á sig niðurskurð í útblæstri nema fá bætur fyrir. Iðnríkin eru tilbúin til bótagreiðslna, en hve háar eiga þær að vera? Bandaríkin og Kína, sem saman eru með yfir 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda, deila um gagnsæi. Bandaríkin segja marklaust að semja um markmið, ef ekki er komið á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi. Kínverjar vilja ekki hleypa hverjum sem er - og allra síst Bandaríkjamönnum - í slíkar upplýsingar. Þá finnst öðrum iðnríkjum Bandaríkin ekki taka á sig nægilegan samdrátt. Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að draga úr útblæstri um 17 prósent árið 2020 miðað við árið 2005. Það jafngildir 4 prósentum miðað við árið 1990 og það þykir Evrópusambandinu, sem er reiðubúið til skilyrðislauss 20 prósenta samdráttar miðað við það ár og að semja um 10 prósent í viðbót, heldur snautlegt. Spurður hvenær hann reiknaði með niðurstöðu, sagði Eric Hall, upplýsingastjóri Sameinuðu þjóðanna, að síðast þegar hann var við þessar aðstæður hafi niðurstaðan komið klukkan 5 morguninn eftir. Augljóslega er lítið tillit tekið til prenttíma Fréttablaðsins. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
„Hlýnun loftslags af mannavöldum er staðreynd, engin bábilja." Þessi yfirlýsing sýnir öðrum fremur hve langt loftlagsmál hafa færst á undanförnum árum. Það að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, fullyrði á þennan veg og aðrir þjóðarleiðtogar taki í sama streng, sýnir okkur að búið er að viðurkenna vandamálið. Og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að lausn. Sú lausn fæddist ekki hér í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að bjartsýnustu menn hefðu vonast eftir því. Kannski var það of mikil bjartsýni, margir tala þannig nú. Tekið skal fram þegar þetta er skrifað að ekki er komin niðurstaða í viðræðurnar. Blaðamannafundum hefur hvað eftir annað verið frestað og heyrst hefur af fundum stórveldanna. Upp úr kvöldmat sátu Bandaríkin og Kína á rökstólum og jafnvel var búist við að samkomulag væri í burðarliðnum. Hvernig samkomulag er óvíst nú. Kraftaverk þarf þó að gerast til að það verði lagalega bindandi. Hvort um verður að ræða pólitíska viljayfirlýsingu allra leiðtoganna hér, eða einfaldan ramma um áframhaldandi viðræður, skal ósagt látið. Pólitísk viljayfirlýsing er á þessari stundu álitin vera ljós í myrkrinu, sönnun þess að ráðstefnan hafi ekki verið misheppnuð. Vissulega mun Dönum þykja það, þeir höfðu vonast til að í Kaupmannahöfn yrði skrifað undir samkomulagið sem bjargaði heiminum. En, líkt og áður hefur verið bent á, þá er það vissulega nokkur árangur ef það tekst að fá 130 þjóðarleiðtoga til að lýsa yfir sameiginlegum vilja sínum. Takist það ekki, er ljóst að enn er langt í land. Ásteytingarsteinarnir hafa verið fjölmargir. Þróunarlöndin vilja ekki taka á sig niðurskurð í útblæstri nema fá bætur fyrir. Iðnríkin eru tilbúin til bótagreiðslna, en hve háar eiga þær að vera? Bandaríkin og Kína, sem saman eru með yfir 40 prósent af útblæstri gróðurhúsalofttegunda, deila um gagnsæi. Bandaríkin segja marklaust að semja um markmið, ef ekki er komið á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi. Kínverjar vilja ekki hleypa hverjum sem er - og allra síst Bandaríkjamönnum - í slíkar upplýsingar. Þá finnst öðrum iðnríkjum Bandaríkin ekki taka á sig nægilegan samdrátt. Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að draga úr útblæstri um 17 prósent árið 2020 miðað við árið 2005. Það jafngildir 4 prósentum miðað við árið 1990 og það þykir Evrópusambandinu, sem er reiðubúið til skilyrðislauss 20 prósenta samdráttar miðað við það ár og að semja um 10 prósent í viðbót, heldur snautlegt. Spurður hvenær hann reiknaði með niðurstöðu, sagði Eric Hall, upplýsingastjóri Sameinuðu þjóðanna, að síðast þegar hann var við þessar aðstæður hafi niðurstaðan komið klukkan 5 morguninn eftir. Augljóslega er lítið tillit tekið til prenttíma Fréttablaðsins.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira