Innlent

Nokkur hundruð á Austurvelli

Nokkur hundruð manns komu saman til kröfufundar á Austurvelli í dag. Það voru Hagsmunasamtök heimilanna og samtökin Nýtt Ísland sem blésu til fundarins.

„Fundurinn heppnaðist ljómandi vel, mætingin var góð og það var mikill hugur í fólki," segir Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann telur að tæplega 300 manns hafi mætt á fundinn þátt fyrir mikinn kulda og að skammt sé til jóla.

Friðrik segir að fundurinn hafi verið afslappaðir og menningarlegri en oft áður. Kristján Hreinsson hafi flutt ljóð og Ellen Kristjánsdóttir söng.

„Það er kominn vonleysistónn í marga en við erum sannfærð um það að okkur muni takast að breyta þessum formerkjum. Það eru fleiri og fleiri að sannfærast um það," segir Friðrik.

Friðrik er þess fullviss að strax eftir áramót fari af stað mikil mótmælaalda. Næsti kröfufundur er boðaður á Austurvelli laugardaginn 9. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×