Innlent

Flestar kröfur hjá Kaupþingi

Tólf þúsund kröfum hefur verið lýst í bú Kaupþings og er gert ráð fyrir að lánardrottnar bankans verði í hópi helstu kröfuhafa auk þeirra fjárfestingarsjóða sem umsvifamestir hafa verið í kaupum á kröfum gömlu bankanna.

Gera má ráð fyrir að kröfum í bú Kaupþings muni fjölga verulega en í tilviki Glitnis og Landsbankans skilaði meirihluti þeirra sér á síðustu dögunum áður en kröfulýsingarfrestur rann út.

Frestur til að lýsa kröfum í bú Kaupþings rennur út á miðnætti 30. desember næstkomandi, eftir fimm virka daga. Kröfuskrá verður birt kröfuhöfum 22. janúar á næsta ári.

Til samanburðar var 12.053 kröfum lýst í bú gamla Landsbankans og 8.685 í bú Glitnis.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×