Innlent

Ók á ljósastaur og skildi bílinn eftir

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Anton Brink
Nóttin virðist víðast hvar hafa verið róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina.

Rétt eftir miðnætti var bíl ekið á ljósastaur í Grafarvogi. Ökumaður lét það þó ekki stöðva sig og ók áfram um sinn en skömmu síðar fannst bíllinn mannlaus á Sæbraut. Bifreiðin var það illa farin eftir áreksturinn að flytja þurfti hana á brott með kranabíl. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki náð tali af skráðum eigenda bifreiðarinnar morgun.

Klukkan hálf fimm í nótt var reynt að brjótast inn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Þjófavarnarkerfi virðist hinsvegar hafa fælt viðkomandi frá sem var á bak og burt þegar lögregla kom á staðinn.

Lögreglan stöðvaði fjóra vegna ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þá var einn ökumaður tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×