Innlent

Teflt í Ráðhúsinu

Ríflega 320 skákmenn eru skráðir til leiks á Jólapakkamóti Hellis sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mótið hefst klukkan eitt og er aðgangur ókeypis.

Útlit er fyrir að það sé metþátttaka á mótinu, sem er eitt fjölmennasta unglingamót ársins. Þátttakendur eru allt frá fjögurra ára til sextán ára. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×