Innlent

Við erum baráttumenn

hugo chavez
hugo chavez

Fulltrúum Venesúela, Kúbu og Bólivíu lá mikið á hjarta á blaðamannafundi í dag og létu sér fátt um finnast þegar skipuleggjendur bentu þeim á að fundartíminn væri liðinn.

Skipuleggjendur hafa passað vel upp á fundir standi ekki lengur en hálftíma og hafa stöðvað ræður hárra sem lágra. Hugo Chavez, forseta Venesúela, var misboðið þegar danski starfsmaðurinn benti honum á að tíminn væri liðinn.

„Við erum baráttumenn, reynið að ná okkur héðan." Og þegar Daninn lét ekki segjast bætti hann í: „Slökktu bara ljósin, við tölum í myrkrinu. Taktu rafmagnið af og við notumst við raddböndin!" Með það héldu þeir áfram, Evo Morales kinkaði kolli, og Kúbverjinn útskýrði vandamál við landbúnað á austurhluta eyjunnar eftir að loftslag hlýnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×