Innlent

Hálka og éljagangur

Vetrarfæri er nú á þjóðvegum norðaustanlands og á Austurlandi og hálka og éljagangur á flestum leiðum, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þá er auk þess snjókoma á Öxnadalsheiði og skafrenningur í Ljósavatnsskarði, og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austfjörðum eru hálka og éljagangur á Fjarðarheiði og hálkublettir á Fagradal og á Oddsskarði. Þungfært og óveður er um Vatnsskarð eystra og ófært er um Öxi.

Á Suður- og Vesturlandi eru hálkublettir víða á vegum, og suðaustanland við Vík og í Skaftafell. Vegir á Vestfjörðum eru hins vegar greiðfærir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×