Innlent

Ísland nær sextánda sætinu

Fimmtán þjóðir veiddu meiri fisk en Íslendingar á árinu 2007. Kína er langsamlega stærsta fiskveiðiþjóðin, en í næstu sætum eru Perú, Indónesía og Bandaríkin, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Fiskveiðar virðast þó mikil­vægari fyrir Ísland en aðrar þjóðir sem veiddu yfir eina milljón tonna árið 2007, og langmest veitt hér á landi sé miðað við hina frægu höfðatölu.

Á Íslandi voru veidd 4.600 tonn fyrir hvern landsmann árið 2007, en næst á eftir komu Noregur þar sem veidd voru 500 kíló, og Perú þar sem veidd voru 250 kíló á hvern landsmann. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×