Hver er staðan? 3. mars 2009 06:00 Jórunn Frímannsdóttir skrifar um velferðarmál Hinn 8. október á síðasta ári samþykkti velferðarráð Reykjavíkur sérstaka aðgerðaráætlun vegna bankahrunsins. Þá þegar var okkur, sem starfað höfum að velferðarmálum í borginni, ljóst að fram undan væru miklar áskoranir. Strax var hafist handa við að aðlaga þá þjónustu sem veitt er á þjónustumiðstöðvum borgarinnar að breyttri samfélagsstöðu og búa starfsfólk undir aukið álag. Þremur mánuðum síðar samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur svo fjárhagsáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknu fjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. En hver er staðan nú? Eins og öllum er ljóst hefur atvinnuleysi aukist hraðar en við var búist og fjárhagslega kreppir að hjá mörgum, jafnvel þó að fólk hafi atvinnu. Þegar litið er til síðasta árs kemur í ljós að fjöldi þeirra sem njóta einhvers konar þjónustu hjá Velferðarsviði hefur aukist um 24% á einu ári. Aukning í fjölda heimila sem fá húsaleigubætur hófst í október og hefur verið stigvaxandi. Umtalsvert stökk varð í nóvember hvað varðar fjölda atvinnulausra án bótaréttar sem njóta fjárhagsaðstoðar. Mælanleg aukning hefur einnig verið í þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri. Í nokkur ár hefur verið stígandi í fjölda barnaverndartilkynninga í borginni, sem m.a. má rekja til aukinnar vitundar almennings og fagaðila um mikilvægi þess að hafa samband við barnaverndaryfirvöld, ef grunur leikur á að börn þurfi á aðstoð að halda. Sérstaklega er nú fylgst með álagi hjá Barnavernd Reykjavíkur, enda sýnir erlend reynsla nauðsyn þess í efnahagskreppum. Á sama tíma og við stöndum velferðarvaktina erum við líka að taka jákvæðar ákvarðanir varðandi atvinnusköpun fyrir fólkið og fyrirtækin í borginni. Ég hvet þá íbúa borgarinnar sem á þurfa að halda að kynna sér þjónustuna sem borgin býður. Hjá Reykjavíkurborg starfar mikill fjöldi reyndra sérfræðinga og fagfólks sem getur stutt við bak fólks og leiðbeint því um rétt sinn og möguleika. Á heimasíðu Velferðarsviðs, www.velferdarsvid.is, er að finna margvíslegar upplýsingar undir hnappnum: Upplýsingagátt vegna efnahagsástandsins og starfsmenn símavers borgarinnar taka vel á móti fyrirspurnum í síma 411 11 11. Höfundur er formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Jórunn Frímannsdóttir skrifar um velferðarmál Hinn 8. október á síðasta ári samþykkti velferðarráð Reykjavíkur sérstaka aðgerðaráætlun vegna bankahrunsins. Þá þegar var okkur, sem starfað höfum að velferðarmálum í borginni, ljóst að fram undan væru miklar áskoranir. Strax var hafist handa við að aðlaga þá þjónustu sem veitt er á þjónustumiðstöðvum borgarinnar að breyttri samfélagsstöðu og búa starfsfólk undir aukið álag. Þremur mánuðum síðar samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur svo fjárhagsáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknu fjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. En hver er staðan nú? Eins og öllum er ljóst hefur atvinnuleysi aukist hraðar en við var búist og fjárhagslega kreppir að hjá mörgum, jafnvel þó að fólk hafi atvinnu. Þegar litið er til síðasta árs kemur í ljós að fjöldi þeirra sem njóta einhvers konar þjónustu hjá Velferðarsviði hefur aukist um 24% á einu ári. Aukning í fjölda heimila sem fá húsaleigubætur hófst í október og hefur verið stigvaxandi. Umtalsvert stökk varð í nóvember hvað varðar fjölda atvinnulausra án bótaréttar sem njóta fjárhagsaðstoðar. Mælanleg aukning hefur einnig verið í þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri. Í nokkur ár hefur verið stígandi í fjölda barnaverndartilkynninga í borginni, sem m.a. má rekja til aukinnar vitundar almennings og fagaðila um mikilvægi þess að hafa samband við barnaverndaryfirvöld, ef grunur leikur á að börn þurfi á aðstoð að halda. Sérstaklega er nú fylgst með álagi hjá Barnavernd Reykjavíkur, enda sýnir erlend reynsla nauðsyn þess í efnahagskreppum. Á sama tíma og við stöndum velferðarvaktina erum við líka að taka jákvæðar ákvarðanir varðandi atvinnusköpun fyrir fólkið og fyrirtækin í borginni. Ég hvet þá íbúa borgarinnar sem á þurfa að halda að kynna sér þjónustuna sem borgin býður. Hjá Reykjavíkurborg starfar mikill fjöldi reyndra sérfræðinga og fagfólks sem getur stutt við bak fólks og leiðbeint því um rétt sinn og möguleika. Á heimasíðu Velferðarsviðs, www.velferdarsvid.is, er að finna margvíslegar upplýsingar undir hnappnum: Upplýsingagátt vegna efnahagsástandsins og starfsmenn símavers borgarinnar taka vel á móti fyrirspurnum í síma 411 11 11. Höfundur er formaður velferðarráðs.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun