Innlent

Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga

Skattaframtalsgerð einstakinga hófst nú um mánaðarmótin og hefur embætti ríkisskattstjóra opnað fyrir vefframtöl einstaklinga. Almennur skilafrestur er til 23. mars.

Þeim fækkar stöðugt sem skila skattframtölum sínum hérlendis á pappír. Rafrænu framtalsskilin fara fram í gegnum vefsíðuna skattur.is sem opnuð var fyrir tveimur árum.

Hægt er að sækja um frest á netinu og er lokadagur framlengds frests fyrir einstaklingsframtöl 1. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×