Heilsulandið Ísland 30. mars 2009 06:00 Magnús Orri Schram skrifar um heilsu Ferðaþjónusta getur gegnt lykilhlutverki við endurreisn atvinnulífsins okkar. Atvinnugreinin er atvinnu- og gjaldeyrisskapandi. Hins vegar má búast við að hefðbundin ferðaþjónusta sé í vörn á heimsvísu og því er mikilvægt að Ísland bregðist við með einhverjum hætti. Innan ferðageirans er horft til heilsutengdrar ferðaþjónustu. Almenningur virðist síður vilja spara við sig er kemur að því að sinna sjálfum sér, andlega sem líkamlega, hvort sem er til heilsubótar eða í lækningaskyni. Ísland á mikla möguleika á þessu sviði. Ímynd Íslands er nátengd hreinleika náttúru og matvæla, háum lífsgæðum og góðri heilbrigðisþjónustu. Öll þessi hugtök eru mikilvæg í heilsutengdri ferðaþjónustu, þar sem almenningur sækist eftir hollum lífsháttum, tengslum við náttúru og að njóta fyrsta flokks þjónustu hvort sem er á spítölum eða heilsuhælum. Nýtum möguleika Íslands á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. Margar áhugaverðar hugmyndir komu þar fram um hvernig Ísland ætti að sækja fram í þessum geira. Hópurinn Vatnavinir rakti þar t.d. möguleika okkar vegna einstæðrar baðmenningar sem nær allt frá Bláa lóninu til sundlauga og „villtra“ heitra lauga í náttúru landsins. Kjartan Ragnarsson, frumkvöðull af Vesturlandi, kynnti þar hugmynd sína að „miðaldaböðum“ við Deildartunguhver sem að einhverju leyti byggði nálgun sína á fornri baðmenningu. Þá kynnti Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, þá kosti sem íslenskt heilbrigðiskerfi býr yfir og mætti nýta til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu í landinu. Ef við viljum byggja upp gott atvinnulíf á Íslandi þýðir ekki fyrir okkur að vera með stórar skyndilausnir. Margir og fjölbreyttir sprotar leiða af sér miklu sterkari undirstöðu en ef atvinnulífið þarf að treysta á eina atvinnugrein og afurðaverð innan hennar. Umræðan um heilsulandið Ísland sýnir að náttúra landsins getur gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Að gæta að náttúru landsins og ímynd þess er þannig stærsta hagsmunamál þeirra sem vilja fjölga störfum á Íslandi. Það er villandi nálgun að setja fjölgun starfa og verndun umhverfisins upp sem tvo andstæða póla í stjórnmálaumræðu. Höfundur er frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Magnús Orri Schram skrifar um heilsu Ferðaþjónusta getur gegnt lykilhlutverki við endurreisn atvinnulífsins okkar. Atvinnugreinin er atvinnu- og gjaldeyrisskapandi. Hins vegar má búast við að hefðbundin ferðaþjónusta sé í vörn á heimsvísu og því er mikilvægt að Ísland bregðist við með einhverjum hætti. Innan ferðageirans er horft til heilsutengdrar ferðaþjónustu. Almenningur virðist síður vilja spara við sig er kemur að því að sinna sjálfum sér, andlega sem líkamlega, hvort sem er til heilsubótar eða í lækningaskyni. Ísland á mikla möguleika á þessu sviði. Ímynd Íslands er nátengd hreinleika náttúru og matvæla, háum lífsgæðum og góðri heilbrigðisþjónustu. Öll þessi hugtök eru mikilvæg í heilsutengdri ferðaþjónustu, þar sem almenningur sækist eftir hollum lífsháttum, tengslum við náttúru og að njóta fyrsta flokks þjónustu hvort sem er á spítölum eða heilsuhælum. Nýtum möguleika Íslands á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. Margar áhugaverðar hugmyndir komu þar fram um hvernig Ísland ætti að sækja fram í þessum geira. Hópurinn Vatnavinir rakti þar t.d. möguleika okkar vegna einstæðrar baðmenningar sem nær allt frá Bláa lóninu til sundlauga og „villtra“ heitra lauga í náttúru landsins. Kjartan Ragnarsson, frumkvöðull af Vesturlandi, kynnti þar hugmynd sína að „miðaldaböðum“ við Deildartunguhver sem að einhverju leyti byggði nálgun sína á fornri baðmenningu. Þá kynnti Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, þá kosti sem íslenskt heilbrigðiskerfi býr yfir og mætti nýta til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu í landinu. Ef við viljum byggja upp gott atvinnulíf á Íslandi þýðir ekki fyrir okkur að vera með stórar skyndilausnir. Margir og fjölbreyttir sprotar leiða af sér miklu sterkari undirstöðu en ef atvinnulífið þarf að treysta á eina atvinnugrein og afurðaverð innan hennar. Umræðan um heilsulandið Ísland sýnir að náttúra landsins getur gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Að gæta að náttúru landsins og ímynd þess er þannig stærsta hagsmunamál þeirra sem vilja fjölga störfum á Íslandi. Það er villandi nálgun að setja fjölgun starfa og verndun umhverfisins upp sem tvo andstæða póla í stjórnmálaumræðu. Höfundur er frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar