Hagdeild ASÍ: Kreppan nær botni á fyrrihluta næsta árs 22. október 2009 15:06 Sú mikla lægð sem gengur yfir íslenskt efnahagslíf nær botni sínum á fyrri hluta næsta árs og fyrir höndum er vinna við að reisa hagkerfið að nýju. Mikill samdráttur í landsframleiðslu leiðir til þess að landsmenn hafa minni verðmæti til skiptanna og tímabundið dregur úr lífskjörum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012. Fjallað er um spánna á heimasíðu ASÍ. Þar segir að hagdeildin spáir 8% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári og áframhaldandi samdrætti á fyrri hluta næsta árs en eftir það fer hagkerfið að rétta úr kútnum. Staða heimilanna verður áfram erfið ráðstöfunartekjur dragast saman og atvinnuleysi verður mikið. Búast má við því að atvinnuleysi verði 8-10% næstu árin en lagist heldur undir lok spátímans. Verðbólga hjaðnar hratt á næstunni og meiri stöðugleiki verður í verðlagi. Gengi krónunnar styrkist lítillega þegar líða tekur á spátímabilið en helst áfram veikt. Stýrivextir fara lækkandi en gert er ráð fyrir fremur aðhaldssamri peningastefnu og að slakað verði á gjaldeyrishöftum í áföngum. Háar vaxtagreiðslur, mikil útgjöld vegna atvinnuleysis og samdráttur í skatttekjum valda verulegum hallarekstri hjá hinu opinbera sem óhjákvæmilegt er að ráðast gegn. Svigrúm hins opinbera til fjárfestinga er lítið næstu árin en gert er ráð fyrir að þeim samdrætti verði að hluta mætt með tilfærslu verkefna í einkaframkvæmd. Óvissa ríkir um mörg fjárfestingaverkefni vegna erfiðleika við fjármögnun og almennrar óvissu um þróun efnahagsmála. Verði ekki af áætluðum stóriðjuframkvæmdum eða einkaframkvæmdum hefur það umtalsverð áhrif á efnahagslífið á komandi árum og eykur atvinnuleysi enn frekar. Gera má ráð fyrir að hagvöxtur áranna 2010-2012 verði 6,7 prósentustigum minni en ella ef ekkert verður af þessum verkefnum. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Sú mikla lægð sem gengur yfir íslenskt efnahagslíf nær botni sínum á fyrri hluta næsta árs og fyrir höndum er vinna við að reisa hagkerfið að nýju. Mikill samdráttur í landsframleiðslu leiðir til þess að landsmenn hafa minni verðmæti til skiptanna og tímabundið dregur úr lífskjörum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012. Fjallað er um spánna á heimasíðu ASÍ. Þar segir að hagdeildin spáir 8% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári og áframhaldandi samdrætti á fyrri hluta næsta árs en eftir það fer hagkerfið að rétta úr kútnum. Staða heimilanna verður áfram erfið ráðstöfunartekjur dragast saman og atvinnuleysi verður mikið. Búast má við því að atvinnuleysi verði 8-10% næstu árin en lagist heldur undir lok spátímans. Verðbólga hjaðnar hratt á næstunni og meiri stöðugleiki verður í verðlagi. Gengi krónunnar styrkist lítillega þegar líða tekur á spátímabilið en helst áfram veikt. Stýrivextir fara lækkandi en gert er ráð fyrir fremur aðhaldssamri peningastefnu og að slakað verði á gjaldeyrishöftum í áföngum. Háar vaxtagreiðslur, mikil útgjöld vegna atvinnuleysis og samdráttur í skatttekjum valda verulegum hallarekstri hjá hinu opinbera sem óhjákvæmilegt er að ráðast gegn. Svigrúm hins opinbera til fjárfestinga er lítið næstu árin en gert er ráð fyrir að þeim samdrætti verði að hluta mætt með tilfærslu verkefna í einkaframkvæmd. Óvissa ríkir um mörg fjárfestingaverkefni vegna erfiðleika við fjármögnun og almennrar óvissu um þróun efnahagsmála. Verði ekki af áætluðum stóriðjuframkvæmdum eða einkaframkvæmdum hefur það umtalsverð áhrif á efnahagslífið á komandi árum og eykur atvinnuleysi enn frekar. Gera má ráð fyrir að hagvöxtur áranna 2010-2012 verði 6,7 prósentustigum minni en ella ef ekkert verður af þessum verkefnum.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira