Endurreisn eða annað hrun? Eygló Harðardóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar