Markaðstorg hugmynda 30. október 2009 06:00 Efnahagskreppan hefur verið afhjúpandi fyrir hagfræði- og viðskiptagreinar, því nú hefur reynt á margar rótgrónar og viðteknar hugmyndir. Ef vísindi eru skilgreind út frá forspárgildi þeirra ætti það að vera áhyggjuefni hversu fáir úr stétt hagfræðinga sáu hrunið fyrir. Suðupottur hugmyndaGeorge AkerlofReyndar ríkir mun meiri hugmyndaágreiningur meðal hagfræðinga en flestir gera sér grein fyrir. Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár féllu í skaut tveimur fræðimönnum, sem hafa varið starfsævinni í að rannsaka ólíkar kenningar. Hagfræðin hefur getið af sér ógrynni hugmynda; sumar hverjar ganga út á að markaðir séu ekki endilega skilvirkir eða stöðugir, eða að kenningin um samkeppnisjafnvægi, sem flestir hagfræðingar styðjast við, sé ekki endilega best fallin til að lýsa hagkerfinu eða þjóðfélaginu.Atferlishagfræðingar leggja til dæmis áherslu á að þátttakendur á markaði hegði sér oft ekki á rökréttan hátt. Að sama skapi sýna upplýsingahagfræðingar fram á að jafnvel þótt samkeppni ríki á mörkuðum skorti á skilvirkni þeirra þegar upplýsingum er ábótavant eða þeim er misdreift (þegar sumir vita eitthvað sem aðrir vita ekki, eins og í fjármálahruninu) – það er að segja alltaf.Mýmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að að jafnvel þegar stuðst er við kenningar um svonefndar „hagsýnisvæntingar“ (e. rational expectations) eru markaðir ekki endilega stöðugir og hætta er á verðbólgu. Fjármálakreppan hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjárfestar eru langt því frá rökvísir. Einn gallinn á kenningunni um hagsýnisvæntingar felst til dæmis í duldum ályktunum á borð við þær að allir fjárfestar búi yfir sömu upplýsingunum. Á þessa annmarka var þó löngu búið að benda fyrir hrun.Þverfagleg nálgunKreppan hefur hleypt nýju lífi í umræðu um þörfina fyrir nýtt reglugerðarkerfi, sem og þörfina fyrir aðrar hugmyndir sem gætu veitt betri innsýn í hvernig hið flókna hagkerfi okkar hagkerfi virkar og mögulega mótað stefnu sem hindrar að ósköpin sem ríða nú yfir endurtaki sig.Meðan sumir hagfræðingar töluðu fyrir hugmyndinni um fullkomlega skilvirkan markað með engu atvinnuleysi sem væri undir eigin eftirliti hafa aðrir hagfræðingar og félagsvísindamenn sem betur fer rannsakað aðrar nálganir. Úr þeim geira hafa sprottið kenningar sem leggja áherslu á fjölbreytileika aðstæðna eða blína á flókin krosseignatengsl fyrirtækja (sem geta hrint af stað gjaldþrotabylgju) og frumkvöðlakenningar, sem leitast við að útskýra drifkraft hagvaxtar. Þá hafa skrif Hymans Minsky um fjármálakreppur, sem hafa orðið tíðari eftir að afnám regluverks hófst fyrir þremur áratugum, gengið í endurnýjun lífdaga.Í suðupotti hagfræðinnar eru mest spennandi rannsóknirnar þær sem leita fanga í öðrum fræðigreinum, til dæmis sálfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði. Mikinn lærdóm má líka draga af hagsögu síðustu aldar. Þrátt fyrir allar nýjungar á fjármálamörkuðum er kreppan nú merkilega lík fyrri kreppum, að því undanskildu að nýir, flóknir fjármálagjörningar hafa dregið úr gegnsæi og þannig magnað óttann um hvað muni gerast ef hið opinbera ræðst ekki í stórfelldar björgunaraðgerðir fyrir fjármálageirann.Hugmyndir framar sérhagsmunumHugmyndir eru jafn mikilvægar og sérhagsmunir, ef ekki mikilvægari. Embættismenn, sem áttu að annast eftirlit, og kjörnir fulltrúar voru pólitískt staðnaðir – afnám reglugerða og vanræksla þess að koma böndum á nýja fjármálagjörninga þjónaði fyrst og fremst sérhagsmunum. En embættismenn og stjórnmálamenn þjáðust líka af hugmyndafræðilegri stöðnun. Þeir þarfnast víðfeðmari og kraftmeiri hugmyndagrunns til að byggja á. Í ljósi þessa ber að fagna framtaki George Soros um stofnun hugmyndabankans Initiative for New Economic Thinking (INET), sem mun veita rannsóknarstyrki, halda ráðstefnur og gefa út tímarit. Allt þetta mun stuðla að því nýjar hugmyndir og samstarf fái að blómstra.INET fær fullt frelsi bæði hvað rannsóknarefni og efnistök áhrærir og vonandi munu fleiri leggja lóð sín á vogarskálarnar og verkefninu vaxa ásmegin. Eina skylda hugmyndabankans er gagnvart „nýrri hagfræðilegri hugsun“ í breiðri merkingu. Í mánuðinum sem leið stefndi Soros saman fjölbreyttum hópi framámanna á sviði hagfræði til að ræða þörfina fyrir slíkt framtak og framtíðarhorfur.Undanfarna þrjá áratugi hafa hagfræðingar meðal annars leitast við að setja fram kenningar sem gera ráð fyrir að markaðir gangi snurðulaust fyrir sig. Þessi ályktun hefur tekið athyglina frá ófáum rannsóknum sem skýra hvers vegna markaðir ganga einmitt ekki snurðulaust fyrir sig – stundum má jafnvel tala um víðtækan markaðsbrest.Manneskjan er fallvölt skepna og skilningi á hvernig flókið hagkerfi okkar virkar er ábótavant. INET gefur því fyrirheit um að róið verði á mið nýrra hugmynda, sem geta vonandi lágmarkað skaðann sem hlýst af annmörkum markaðarins.George Akerlof er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverðlaunahafi og prófessor við Columbia-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Efnahagskreppan hefur verið afhjúpandi fyrir hagfræði- og viðskiptagreinar, því nú hefur reynt á margar rótgrónar og viðteknar hugmyndir. Ef vísindi eru skilgreind út frá forspárgildi þeirra ætti það að vera áhyggjuefni hversu fáir úr stétt hagfræðinga sáu hrunið fyrir. Suðupottur hugmyndaGeorge AkerlofReyndar ríkir mun meiri hugmyndaágreiningur meðal hagfræðinga en flestir gera sér grein fyrir. Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár féllu í skaut tveimur fræðimönnum, sem hafa varið starfsævinni í að rannsaka ólíkar kenningar. Hagfræðin hefur getið af sér ógrynni hugmynda; sumar hverjar ganga út á að markaðir séu ekki endilega skilvirkir eða stöðugir, eða að kenningin um samkeppnisjafnvægi, sem flestir hagfræðingar styðjast við, sé ekki endilega best fallin til að lýsa hagkerfinu eða þjóðfélaginu.Atferlishagfræðingar leggja til dæmis áherslu á að þátttakendur á markaði hegði sér oft ekki á rökréttan hátt. Að sama skapi sýna upplýsingahagfræðingar fram á að jafnvel þótt samkeppni ríki á mörkuðum skorti á skilvirkni þeirra þegar upplýsingum er ábótavant eða þeim er misdreift (þegar sumir vita eitthvað sem aðrir vita ekki, eins og í fjármálahruninu) – það er að segja alltaf.Mýmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að að jafnvel þegar stuðst er við kenningar um svonefndar „hagsýnisvæntingar“ (e. rational expectations) eru markaðir ekki endilega stöðugir og hætta er á verðbólgu. Fjármálakreppan hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjárfestar eru langt því frá rökvísir. Einn gallinn á kenningunni um hagsýnisvæntingar felst til dæmis í duldum ályktunum á borð við þær að allir fjárfestar búi yfir sömu upplýsingunum. Á þessa annmarka var þó löngu búið að benda fyrir hrun.Þverfagleg nálgunKreppan hefur hleypt nýju lífi í umræðu um þörfina fyrir nýtt reglugerðarkerfi, sem og þörfina fyrir aðrar hugmyndir sem gætu veitt betri innsýn í hvernig hið flókna hagkerfi okkar hagkerfi virkar og mögulega mótað stefnu sem hindrar að ósköpin sem ríða nú yfir endurtaki sig.Meðan sumir hagfræðingar töluðu fyrir hugmyndinni um fullkomlega skilvirkan markað með engu atvinnuleysi sem væri undir eigin eftirliti hafa aðrir hagfræðingar og félagsvísindamenn sem betur fer rannsakað aðrar nálganir. Úr þeim geira hafa sprottið kenningar sem leggja áherslu á fjölbreytileika aðstæðna eða blína á flókin krosseignatengsl fyrirtækja (sem geta hrint af stað gjaldþrotabylgju) og frumkvöðlakenningar, sem leitast við að útskýra drifkraft hagvaxtar. Þá hafa skrif Hymans Minsky um fjármálakreppur, sem hafa orðið tíðari eftir að afnám regluverks hófst fyrir þremur áratugum, gengið í endurnýjun lífdaga.Í suðupotti hagfræðinnar eru mest spennandi rannsóknirnar þær sem leita fanga í öðrum fræðigreinum, til dæmis sálfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði. Mikinn lærdóm má líka draga af hagsögu síðustu aldar. Þrátt fyrir allar nýjungar á fjármálamörkuðum er kreppan nú merkilega lík fyrri kreppum, að því undanskildu að nýir, flóknir fjármálagjörningar hafa dregið úr gegnsæi og þannig magnað óttann um hvað muni gerast ef hið opinbera ræðst ekki í stórfelldar björgunaraðgerðir fyrir fjármálageirann.Hugmyndir framar sérhagsmunumHugmyndir eru jafn mikilvægar og sérhagsmunir, ef ekki mikilvægari. Embættismenn, sem áttu að annast eftirlit, og kjörnir fulltrúar voru pólitískt staðnaðir – afnám reglugerða og vanræksla þess að koma böndum á nýja fjármálagjörninga þjónaði fyrst og fremst sérhagsmunum. En embættismenn og stjórnmálamenn þjáðust líka af hugmyndafræðilegri stöðnun. Þeir þarfnast víðfeðmari og kraftmeiri hugmyndagrunns til að byggja á. Í ljósi þessa ber að fagna framtaki George Soros um stofnun hugmyndabankans Initiative for New Economic Thinking (INET), sem mun veita rannsóknarstyrki, halda ráðstefnur og gefa út tímarit. Allt þetta mun stuðla að því nýjar hugmyndir og samstarf fái að blómstra.INET fær fullt frelsi bæði hvað rannsóknarefni og efnistök áhrærir og vonandi munu fleiri leggja lóð sín á vogarskálarnar og verkefninu vaxa ásmegin. Eina skylda hugmyndabankans er gagnvart „nýrri hagfræðilegri hugsun“ í breiðri merkingu. Í mánuðinum sem leið stefndi Soros saman fjölbreyttum hópi framámanna á sviði hagfræði til að ræða þörfina fyrir slíkt framtak og framtíðarhorfur.Undanfarna þrjá áratugi hafa hagfræðingar meðal annars leitast við að setja fram kenningar sem gera ráð fyrir að markaðir gangi snurðulaust fyrir sig. Þessi ályktun hefur tekið athyglina frá ófáum rannsóknum sem skýra hvers vegna markaðir ganga einmitt ekki snurðulaust fyrir sig – stundum má jafnvel tala um víðtækan markaðsbrest.Manneskjan er fallvölt skepna og skilningi á hvernig flókið hagkerfi okkar virkar er ábótavant. INET gefur því fyrirheit um að róið verði á mið nýrra hugmynda, sem geta vonandi lágmarkað skaðann sem hlýst af annmörkum markaðarins.George Akerlof er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverðlaunahafi og prófessor við Columbia-háskóla.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun