Markaðstorg hugmynda 30. október 2009 06:00 Efnahagskreppan hefur verið afhjúpandi fyrir hagfræði- og viðskiptagreinar, því nú hefur reynt á margar rótgrónar og viðteknar hugmyndir. Ef vísindi eru skilgreind út frá forspárgildi þeirra ætti það að vera áhyggjuefni hversu fáir úr stétt hagfræðinga sáu hrunið fyrir. Suðupottur hugmyndaGeorge AkerlofReyndar ríkir mun meiri hugmyndaágreiningur meðal hagfræðinga en flestir gera sér grein fyrir. Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár féllu í skaut tveimur fræðimönnum, sem hafa varið starfsævinni í að rannsaka ólíkar kenningar. Hagfræðin hefur getið af sér ógrynni hugmynda; sumar hverjar ganga út á að markaðir séu ekki endilega skilvirkir eða stöðugir, eða að kenningin um samkeppnisjafnvægi, sem flestir hagfræðingar styðjast við, sé ekki endilega best fallin til að lýsa hagkerfinu eða þjóðfélaginu.Atferlishagfræðingar leggja til dæmis áherslu á að þátttakendur á markaði hegði sér oft ekki á rökréttan hátt. Að sama skapi sýna upplýsingahagfræðingar fram á að jafnvel þótt samkeppni ríki á mörkuðum skorti á skilvirkni þeirra þegar upplýsingum er ábótavant eða þeim er misdreift (þegar sumir vita eitthvað sem aðrir vita ekki, eins og í fjármálahruninu) – það er að segja alltaf.Mýmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að að jafnvel þegar stuðst er við kenningar um svonefndar „hagsýnisvæntingar“ (e. rational expectations) eru markaðir ekki endilega stöðugir og hætta er á verðbólgu. Fjármálakreppan hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjárfestar eru langt því frá rökvísir. Einn gallinn á kenningunni um hagsýnisvæntingar felst til dæmis í duldum ályktunum á borð við þær að allir fjárfestar búi yfir sömu upplýsingunum. Á þessa annmarka var þó löngu búið að benda fyrir hrun.Þverfagleg nálgunKreppan hefur hleypt nýju lífi í umræðu um þörfina fyrir nýtt reglugerðarkerfi, sem og þörfina fyrir aðrar hugmyndir sem gætu veitt betri innsýn í hvernig hið flókna hagkerfi okkar hagkerfi virkar og mögulega mótað stefnu sem hindrar að ósköpin sem ríða nú yfir endurtaki sig.Meðan sumir hagfræðingar töluðu fyrir hugmyndinni um fullkomlega skilvirkan markað með engu atvinnuleysi sem væri undir eigin eftirliti hafa aðrir hagfræðingar og félagsvísindamenn sem betur fer rannsakað aðrar nálganir. Úr þeim geira hafa sprottið kenningar sem leggja áherslu á fjölbreytileika aðstæðna eða blína á flókin krosseignatengsl fyrirtækja (sem geta hrint af stað gjaldþrotabylgju) og frumkvöðlakenningar, sem leitast við að útskýra drifkraft hagvaxtar. Þá hafa skrif Hymans Minsky um fjármálakreppur, sem hafa orðið tíðari eftir að afnám regluverks hófst fyrir þremur áratugum, gengið í endurnýjun lífdaga.Í suðupotti hagfræðinnar eru mest spennandi rannsóknirnar þær sem leita fanga í öðrum fræðigreinum, til dæmis sálfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði. Mikinn lærdóm má líka draga af hagsögu síðustu aldar. Þrátt fyrir allar nýjungar á fjármálamörkuðum er kreppan nú merkilega lík fyrri kreppum, að því undanskildu að nýir, flóknir fjármálagjörningar hafa dregið úr gegnsæi og þannig magnað óttann um hvað muni gerast ef hið opinbera ræðst ekki í stórfelldar björgunaraðgerðir fyrir fjármálageirann.Hugmyndir framar sérhagsmunumHugmyndir eru jafn mikilvægar og sérhagsmunir, ef ekki mikilvægari. Embættismenn, sem áttu að annast eftirlit, og kjörnir fulltrúar voru pólitískt staðnaðir – afnám reglugerða og vanræksla þess að koma böndum á nýja fjármálagjörninga þjónaði fyrst og fremst sérhagsmunum. En embættismenn og stjórnmálamenn þjáðust líka af hugmyndafræðilegri stöðnun. Þeir þarfnast víðfeðmari og kraftmeiri hugmyndagrunns til að byggja á. Í ljósi þessa ber að fagna framtaki George Soros um stofnun hugmyndabankans Initiative for New Economic Thinking (INET), sem mun veita rannsóknarstyrki, halda ráðstefnur og gefa út tímarit. Allt þetta mun stuðla að því nýjar hugmyndir og samstarf fái að blómstra.INET fær fullt frelsi bæði hvað rannsóknarefni og efnistök áhrærir og vonandi munu fleiri leggja lóð sín á vogarskálarnar og verkefninu vaxa ásmegin. Eina skylda hugmyndabankans er gagnvart „nýrri hagfræðilegri hugsun“ í breiðri merkingu. Í mánuðinum sem leið stefndi Soros saman fjölbreyttum hópi framámanna á sviði hagfræði til að ræða þörfina fyrir slíkt framtak og framtíðarhorfur.Undanfarna þrjá áratugi hafa hagfræðingar meðal annars leitast við að setja fram kenningar sem gera ráð fyrir að markaðir gangi snurðulaust fyrir sig. Þessi ályktun hefur tekið athyglina frá ófáum rannsóknum sem skýra hvers vegna markaðir ganga einmitt ekki snurðulaust fyrir sig – stundum má jafnvel tala um víðtækan markaðsbrest.Manneskjan er fallvölt skepna og skilningi á hvernig flókið hagkerfi okkar virkar er ábótavant. INET gefur því fyrirheit um að róið verði á mið nýrra hugmynda, sem geta vonandi lágmarkað skaðann sem hlýst af annmörkum markaðarins.George Akerlof er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverðlaunahafi og prófessor við Columbia-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Efnahagskreppan hefur verið afhjúpandi fyrir hagfræði- og viðskiptagreinar, því nú hefur reynt á margar rótgrónar og viðteknar hugmyndir. Ef vísindi eru skilgreind út frá forspárgildi þeirra ætti það að vera áhyggjuefni hversu fáir úr stétt hagfræðinga sáu hrunið fyrir. Suðupottur hugmyndaGeorge AkerlofReyndar ríkir mun meiri hugmyndaágreiningur meðal hagfræðinga en flestir gera sér grein fyrir. Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár féllu í skaut tveimur fræðimönnum, sem hafa varið starfsævinni í að rannsaka ólíkar kenningar. Hagfræðin hefur getið af sér ógrynni hugmynda; sumar hverjar ganga út á að markaðir séu ekki endilega skilvirkir eða stöðugir, eða að kenningin um samkeppnisjafnvægi, sem flestir hagfræðingar styðjast við, sé ekki endilega best fallin til að lýsa hagkerfinu eða þjóðfélaginu.Atferlishagfræðingar leggja til dæmis áherslu á að þátttakendur á markaði hegði sér oft ekki á rökréttan hátt. Að sama skapi sýna upplýsingahagfræðingar fram á að jafnvel þótt samkeppni ríki á mörkuðum skorti á skilvirkni þeirra þegar upplýsingum er ábótavant eða þeim er misdreift (þegar sumir vita eitthvað sem aðrir vita ekki, eins og í fjármálahruninu) – það er að segja alltaf.Mýmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að að jafnvel þegar stuðst er við kenningar um svonefndar „hagsýnisvæntingar“ (e. rational expectations) eru markaðir ekki endilega stöðugir og hætta er á verðbólgu. Fjármálakreppan hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjárfestar eru langt því frá rökvísir. Einn gallinn á kenningunni um hagsýnisvæntingar felst til dæmis í duldum ályktunum á borð við þær að allir fjárfestar búi yfir sömu upplýsingunum. Á þessa annmarka var þó löngu búið að benda fyrir hrun.Þverfagleg nálgunKreppan hefur hleypt nýju lífi í umræðu um þörfina fyrir nýtt reglugerðarkerfi, sem og þörfina fyrir aðrar hugmyndir sem gætu veitt betri innsýn í hvernig hið flókna hagkerfi okkar hagkerfi virkar og mögulega mótað stefnu sem hindrar að ósköpin sem ríða nú yfir endurtaki sig.Meðan sumir hagfræðingar töluðu fyrir hugmyndinni um fullkomlega skilvirkan markað með engu atvinnuleysi sem væri undir eigin eftirliti hafa aðrir hagfræðingar og félagsvísindamenn sem betur fer rannsakað aðrar nálganir. Úr þeim geira hafa sprottið kenningar sem leggja áherslu á fjölbreytileika aðstæðna eða blína á flókin krosseignatengsl fyrirtækja (sem geta hrint af stað gjaldþrotabylgju) og frumkvöðlakenningar, sem leitast við að útskýra drifkraft hagvaxtar. Þá hafa skrif Hymans Minsky um fjármálakreppur, sem hafa orðið tíðari eftir að afnám regluverks hófst fyrir þremur áratugum, gengið í endurnýjun lífdaga.Í suðupotti hagfræðinnar eru mest spennandi rannsóknirnar þær sem leita fanga í öðrum fræðigreinum, til dæmis sálfræði, stjórnmálafræði og félagsfræði. Mikinn lærdóm má líka draga af hagsögu síðustu aldar. Þrátt fyrir allar nýjungar á fjármálamörkuðum er kreppan nú merkilega lík fyrri kreppum, að því undanskildu að nýir, flóknir fjármálagjörningar hafa dregið úr gegnsæi og þannig magnað óttann um hvað muni gerast ef hið opinbera ræðst ekki í stórfelldar björgunaraðgerðir fyrir fjármálageirann.Hugmyndir framar sérhagsmunumHugmyndir eru jafn mikilvægar og sérhagsmunir, ef ekki mikilvægari. Embættismenn, sem áttu að annast eftirlit, og kjörnir fulltrúar voru pólitískt staðnaðir – afnám reglugerða og vanræksla þess að koma böndum á nýja fjármálagjörninga þjónaði fyrst og fremst sérhagsmunum. En embættismenn og stjórnmálamenn þjáðust líka af hugmyndafræðilegri stöðnun. Þeir þarfnast víðfeðmari og kraftmeiri hugmyndagrunns til að byggja á. Í ljósi þessa ber að fagna framtaki George Soros um stofnun hugmyndabankans Initiative for New Economic Thinking (INET), sem mun veita rannsóknarstyrki, halda ráðstefnur og gefa út tímarit. Allt þetta mun stuðla að því nýjar hugmyndir og samstarf fái að blómstra.INET fær fullt frelsi bæði hvað rannsóknarefni og efnistök áhrærir og vonandi munu fleiri leggja lóð sín á vogarskálarnar og verkefninu vaxa ásmegin. Eina skylda hugmyndabankans er gagnvart „nýrri hagfræðilegri hugsun“ í breiðri merkingu. Í mánuðinum sem leið stefndi Soros saman fjölbreyttum hópi framámanna á sviði hagfræði til að ræða þörfina fyrir slíkt framtak og framtíðarhorfur.Undanfarna þrjá áratugi hafa hagfræðingar meðal annars leitast við að setja fram kenningar sem gera ráð fyrir að markaðir gangi snurðulaust fyrir sig. Þessi ályktun hefur tekið athyglina frá ófáum rannsóknum sem skýra hvers vegna markaðir ganga einmitt ekki snurðulaust fyrir sig – stundum má jafnvel tala um víðtækan markaðsbrest.Manneskjan er fallvölt skepna og skilningi á hvernig flókið hagkerfi okkar virkar er ábótavant. INET gefur því fyrirheit um að róið verði á mið nýrra hugmynda, sem geta vonandi lágmarkað skaðann sem hlýst af annmörkum markaðarins.George Akerlof er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverðlaunahafi og prófessor við Columbia-háskóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar