Hælisleitendur og endursendingar til Grikklands Kristján Sturluson skrifar 9. nóvember 2009 06:00 Kristján Sturluson og Atli Viðar Thorstensen Í apríl 2008 gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem lýst var miklum áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi. Í skýrslunni var þeim tilmælum beint til þátttökuríkja í Dublin-samstarfinu að endursenda ekki hælisleitendur til Grikklands þar til sýnt hefði verið fram á að landið stæðist alþjóðlegar og evrópskar kröfur varðandi málsmeðferð hælisumsókna og aðgengi að henni, aðbúnað hælisleitenda og áfrýjunarmöguleika. Ríki sem taka þátt í Dublin-samstarfinu hafa þrátt fyrir þessi tilmæli Flóttamannastofnunar og fjölmargra annarra aðila almennt haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli samstarfsins Dómsmálaráðuneytið vann skýrslu um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi sem kom út í júní 2009. Þar sagði að út frá gögnum, einkum skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, væri ljóst að alvarlegir annmarkar væru á meðferð hælisumsókna í Grikklandi og á aðstæðum hælisleitenda þar í landi. Hins vegar var í skýrslunni bent á að ljóst væri að ýmsar breytingar til batnaðar hefðu orðið frá því að skýrsla Flóttamannastofnunar kom út í apríl 2008. Einnig var vísað til framkvæmdar á hinum Norðurlöndunum og nýlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Þó var í skýrslunni tekið fram að nauðsynlegt væri að skoða hvert tilvik fyrir sig og ef sú skoðun leiddi í ljós að varhugavert þætti að endursenda hælisleitenda til Grikklands væri lagt til að Ísland tæki umsókn viðkomandi til efnismeðferðar og bæri þar með ábyrgð á hælisumsókninni. Í kjölfar skýrslunnar ítrekaði Rauði kross Íslands tilmæli sín til íslenskra stjórnvalda um að farið yrði að tilmælum Flóttamannastofnunar. Íslensk stjórnvöld hófu aftur að senda hælisleitendur til Grikklands um miðjan október þegar þrír hælisleitendur voru fluttir þangað á grundvelli Dublin-samstarfsins. Það er almennt viðurkennt að Dublin-reglugerðin hafi ekki náð þeim tilgangi sínum að dreifa álagi eða jafna sameiginlega ábyrgð aðildarríkja hennar á hælisumsóknum. Afleiðingarnar eru að ríki sem mynda ytri landamæri ESB, samanber Grikkland, taka á móti miklum fjölda hælisleitenda en hafa ekki haft burði til að tryggja réttláta málsmeðferð og viðunandi aðbúnað þeirra. Afstaða Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur ekki breyst. Stofnunin leggst enn gegn endursendingum til Grikklands og það sama hafa fjölmörg mannréttinda- og mannúðarsamtök gert. Álit þessara aðila er samhljóða og er því haldið fram að málsmeðferð hælisumsókna og aðbúnaður hælisleitenda standist enn ekki alþjóðlegar og evrópskar kröfur. Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands. Þar kom fram að verulegir annmarkar væru enn á málsmeðferð og aðbúnaði hælisleitenda í Grikklandi. Málsmeðferðin þykir bæði mjög löng og hefur einkennst af óvönduðum ákvörðunum. Þrátt fyrir að til Grikklands leiti fjöldi flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum er hlutfall þeirra sem fá viðurkenningu á stöðu sinni á fyrsta málsmeðferðarstigi mjög lágt, aðeins um 0,05% á árinu 2008. Á áfrýjunarstigi höfðu jákvæðar breytingar átt sér stað og hlutfall jákvæðra úrskurða hækkað úr 2% árið 2007 í 11% árið 2008. Í júlí var þetta áfrýjunarstig hins vegar lagt niður sem vakti hörð viðbrögð Flóttamannastofnunar og mannréttindasamtaka. Í nýlegri skýrslu norskra og grískra mannréttindasamtaka er því haldið fram að ástandið í Grikklandi hafi versnað. Sérstaklega er nefnt að það að afnema sérstaka áfrýjunarnefnd, þar sem meðal annars fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna átti sæti, hafi líklega þær afleiðingar að margir hælisleitendur muni ekki fá réttláta efnislega meðferð hælisumsóknar sinnar. Það áfrýjunarstig sem kemur í staðinn getur aðeins staðfest eða ógilt ákvarðanir sem teknar eru á fyrsta stigi þar sem nánast allir hælisleitendur fá neitun. Kærumeðferðin geti að auki tekið mörg ár og verið mjög kostnaðarsöm. Þá hafa mannréttindasamtök fullyrt að nýlegar breytingar þýði að staðan í Grikklandi sé orðin slík að evrópsk ríki geti ekki staðið við eigin mannréttindaskuldbindingar ef þau sendi hælisleitendur til Grikklands. Ótryggt sé að Grikkland áframsendi ekki hælisleitendur til landa þar sem lífi þeirra og velferð sé hætta búin. Sé það raunin brjóti þátttökuríki Dublin-samstarfsins gegn grundvallarreglunni um bann við endursendingu til ríkis þar sem útlendingi er alvarleg hætta búin. Þessa reglu má finna í flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu og flestum landslögum, þar á meðal íslensku útlendingalögunum. Rauði kross Íslands hefur ítrekað beint þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að senda ekki hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dublin-samstarfsins þar til sýnt hafi verið fram á að bæði aðbúnaður og málsmeðferð hælisleitenda standist í raun alþjóðlegar kröfur. Rauði krossinn telur, sem meðal annars er byggt á gögnum sem hér hafa verið nefnd, ljóst að slíkir gallar séu á gríska hæliskerfinu að íslensk stjórnvöld eigi að svo stöddu að nýta sér undanþáguheimild í Dublin-reglugerðinni og taka hælisumsókn til efnismeðferðar hérlendis í stað þess að endursenda til Grikklands. Kristján Sturluson er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Atli Viðar Thorstensen er verkefnisstjóri Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Kristján Sturluson og Atli Viðar Thorstensen Í apríl 2008 gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem lýst var miklum áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi. Í skýrslunni var þeim tilmælum beint til þátttökuríkja í Dublin-samstarfinu að endursenda ekki hælisleitendur til Grikklands þar til sýnt hefði verið fram á að landið stæðist alþjóðlegar og evrópskar kröfur varðandi málsmeðferð hælisumsókna og aðgengi að henni, aðbúnað hælisleitenda og áfrýjunarmöguleika. Ríki sem taka þátt í Dublin-samstarfinu hafa þrátt fyrir þessi tilmæli Flóttamannastofnunar og fjölmargra annarra aðila almennt haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli samstarfsins Dómsmálaráðuneytið vann skýrslu um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi sem kom út í júní 2009. Þar sagði að út frá gögnum, einkum skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, væri ljóst að alvarlegir annmarkar væru á meðferð hælisumsókna í Grikklandi og á aðstæðum hælisleitenda þar í landi. Hins vegar var í skýrslunni bent á að ljóst væri að ýmsar breytingar til batnaðar hefðu orðið frá því að skýrsla Flóttamannastofnunar kom út í apríl 2008. Einnig var vísað til framkvæmdar á hinum Norðurlöndunum og nýlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Þó var í skýrslunni tekið fram að nauðsynlegt væri að skoða hvert tilvik fyrir sig og ef sú skoðun leiddi í ljós að varhugavert þætti að endursenda hælisleitenda til Grikklands væri lagt til að Ísland tæki umsókn viðkomandi til efnismeðferðar og bæri þar með ábyrgð á hælisumsókninni. Í kjölfar skýrslunnar ítrekaði Rauði kross Íslands tilmæli sín til íslenskra stjórnvalda um að farið yrði að tilmælum Flóttamannastofnunar. Íslensk stjórnvöld hófu aftur að senda hælisleitendur til Grikklands um miðjan október þegar þrír hælisleitendur voru fluttir þangað á grundvelli Dublin-samstarfsins. Það er almennt viðurkennt að Dublin-reglugerðin hafi ekki náð þeim tilgangi sínum að dreifa álagi eða jafna sameiginlega ábyrgð aðildarríkja hennar á hælisumsóknum. Afleiðingarnar eru að ríki sem mynda ytri landamæri ESB, samanber Grikkland, taka á móti miklum fjölda hælisleitenda en hafa ekki haft burði til að tryggja réttláta málsmeðferð og viðunandi aðbúnað þeirra. Afstaða Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur ekki breyst. Stofnunin leggst enn gegn endursendingum til Grikklands og það sama hafa fjölmörg mannréttinda- og mannúðarsamtök gert. Álit þessara aðila er samhljóða og er því haldið fram að málsmeðferð hælisumsókna og aðbúnaður hælisleitenda standist enn ekki alþjóðlegar og evrópskar kröfur. Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands. Þar kom fram að verulegir annmarkar væru enn á málsmeðferð og aðbúnaði hælisleitenda í Grikklandi. Málsmeðferðin þykir bæði mjög löng og hefur einkennst af óvönduðum ákvörðunum. Þrátt fyrir að til Grikklands leiti fjöldi flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum er hlutfall þeirra sem fá viðurkenningu á stöðu sinni á fyrsta málsmeðferðarstigi mjög lágt, aðeins um 0,05% á árinu 2008. Á áfrýjunarstigi höfðu jákvæðar breytingar átt sér stað og hlutfall jákvæðra úrskurða hækkað úr 2% árið 2007 í 11% árið 2008. Í júlí var þetta áfrýjunarstig hins vegar lagt niður sem vakti hörð viðbrögð Flóttamannastofnunar og mannréttindasamtaka. Í nýlegri skýrslu norskra og grískra mannréttindasamtaka er því haldið fram að ástandið í Grikklandi hafi versnað. Sérstaklega er nefnt að það að afnema sérstaka áfrýjunarnefnd, þar sem meðal annars fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna átti sæti, hafi líklega þær afleiðingar að margir hælisleitendur muni ekki fá réttláta efnislega meðferð hælisumsóknar sinnar. Það áfrýjunarstig sem kemur í staðinn getur aðeins staðfest eða ógilt ákvarðanir sem teknar eru á fyrsta stigi þar sem nánast allir hælisleitendur fá neitun. Kærumeðferðin geti að auki tekið mörg ár og verið mjög kostnaðarsöm. Þá hafa mannréttindasamtök fullyrt að nýlegar breytingar þýði að staðan í Grikklandi sé orðin slík að evrópsk ríki geti ekki staðið við eigin mannréttindaskuldbindingar ef þau sendi hælisleitendur til Grikklands. Ótryggt sé að Grikkland áframsendi ekki hælisleitendur til landa þar sem lífi þeirra og velferð sé hætta búin. Sé það raunin brjóti þátttökuríki Dublin-samstarfsins gegn grundvallarreglunni um bann við endursendingu til ríkis þar sem útlendingi er alvarleg hætta búin. Þessa reglu má finna í flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu og flestum landslögum, þar á meðal íslensku útlendingalögunum. Rauði kross Íslands hefur ítrekað beint þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að senda ekki hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dublin-samstarfsins þar til sýnt hafi verið fram á að bæði aðbúnaður og málsmeðferð hælisleitenda standist í raun alþjóðlegar kröfur. Rauði krossinn telur, sem meðal annars er byggt á gögnum sem hér hafa verið nefnd, ljóst að slíkir gallar séu á gríska hæliskerfinu að íslensk stjórnvöld eigi að svo stöddu að nýta sér undanþáguheimild í Dublin-reglugerðinni og taka hælisumsókn til efnismeðferðar hérlendis í stað þess að endursenda til Grikklands. Kristján Sturluson er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Atli Viðar Thorstensen er verkefnisstjóri Rauða kross Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar