Viðskipti innlent

Lyfjaútgjöld ríkisins lækka um tæplega 800 milljónir á árinu

Lyfjaútgjöld ríkisins lækka um tæplega átta hundruð milljónir króna á árinu vegna reglugerðarbreytingar sem tók gildi 1. mars 2009.

Greint er frá þessum á vefsíðu Stjórnarráðsins. Þar segir að þetta sé mat Sjúkratrygginga Íslands en í nýlegu fréttabréfi stofnunarinnar segir, að reglugerðarbreyting sem Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, gaf út og tók gildi 1. mars skili væntanlega 780 milljóna króna sparnaði fyrir ríkið.

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga breyttist 1. mars í þá veru að sjúkratryggingar taka þátt í ódýrustu lyfjunum í lyfjaflokkum tveimur samkvæmt tilteknum reglum, þ.e. sýruhemjandi (PPI)- og blóðfitulækkandi lyfjum.

Lyfjakostnaður hefur lækkað um 295 milljónir króna vegna PPI-lyfja og um 175 milljónir króna vegna blóðfitulækkandi lyfja á sex mánaða tímabili eftir að reglugerð ráðherra tók gildi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×