Gerum betur 14. nóvember 2009 06:00 Auður Lilja Erlingsdóttir, Freyr Rögnvaldsson, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir og Þórunn Rögnvaldsdóttir skrifa um hælisleitendur Nýlega var þremur mönnum vísað af landi brott án þess að umsóknir þeirra um hæli á Íslandi hlytu efnislega meðferð. Umsækjendurnir voru sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins þrátt fyrir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauði krossinn og Amnesty International hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeim aðstæðum sem hælisleitendur búa við þar í landi. Í ágúst síðastliðnum gaf Rauði krossinn út svarta skýrslu um aðbúnaðinn í Grikklandi. Þar segir m.a. að um 90% hælisleitenda fái ekki gistipláss í móttökumiðstöðvum fyrir hælisleitendur, enga fjárhagslega aðstoð, mat, fatnað eða heilbrigðisaðstoð frá grískum stjórnvöldum. Auk þess er ófullnægjandi aðgengi að upplýsingum, túlkum og lagalegri ráðgjöf. Þá er atvinnu erfitt að fá vegna tungumálaörðugleika, skorts á fastri búsetu sem er nauðsynleg til að fá atvinnuleyfi og slæms efnahagsástands. Brottvísanir hælisleitendanna frá Íslandi ættu ekki að koma á óvart enda hefur slík meðferð í langan tíma verið regla frekar en undantekning hér á landi. Það sem kemur greinarhöfundum, sem allir eru félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, þó í opna skjöldu er að þetta gerist undir verndarvæng ríkisstjórnar flokks þeirra og Samfylkingarinnar - flokka sem kenna sig við félagslegt réttlæti. Vissulega hefur ríkisstjórn þessara flokka tekið til í málaflokknum og lagt til úrbætur frá því sem áður var, en það er ekki nóg að gera úttektir og skýrslur þegar mannslíf eru í húfi. Fólk er á vergangi í Grikklandi, við hrikalegar aðstæður, í okkar nafni. Við berum ábyrgð í þessu máli. Ekki einungis vegna þess að við berum öll ábyrgð á hvort öðru og ekki einungis vegna þess að kúgun, ofbeldi og vonlaus lífskjör sem hælisleitendur eru að flýja eru sameiginlegt vandamál heimsbyggðarinnar. Okkar ábyrgð er ekki hvað síst að finna í stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur í Írak og Afganistan. Hvernig er okkur stætt á að senda fólk á flótta frá okkur, fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna hernaðar sem Ísland studdi - og styður enn með aðild sinni að NATO? Undirrituð skora á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað og taka mál þessara manna, sem og allra annarra sem sækja um hæli hér á landi, til efnislegrar meðferðar. Með því móti getum við tekið þátt í að minnka álag á lönd eins og Grikkland, sem vegna legu sinnar eru fyrsti viðkomustaður flóttamanna á Schengen-svæðinu, og þannig stuðlað að bættum aðstæðum flóttamanna. Ef fleiri þjóðir færu svo að okkar fordæmi og öxluðu ábyrgð væri jafnvel von á að Grikkland fengi færi á að bæta aðbúnað og aðstæður hælisleitenda þar. Fyrst og fremst er það líka hið rétta að gera. Ýmsir hafa áhyggjur af því að með því að veita fólki hæli séum við að opna landið fyrir flóðbylgju hælisleitenda. Slíku hefur Ísland aldrei staðið frammi fyrir. Kannski verður það stórt vandamál einhvern daginn. Við skulum taka á slíku vandamáli þegar við stöndum frammi fyrir því. En í dag er ekki sá dagur. Við þurfum ekki í dag að taka ákvörðun um hvernig þessum málum verður háttað næstu hundrað árin. Það sem við þurfum að gera akkúrat núna og alltaf í framtíðinni er að leggja okkar af mörkum og tryggja hverri manneskju grundvallarmannréttindi. Ef þessi ríkisstjórn gerir það ekki, hver þá? Höfundar eru félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.Freyr RögnvaldssonSteinunn RögnvaldsdóttirÞórunn ÓlafsdóttirÞórunn Rögnvaldsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Auður Lilja Erlingsdóttir, Freyr Rögnvaldsson, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir og Þórunn Rögnvaldsdóttir skrifa um hælisleitendur Nýlega var þremur mönnum vísað af landi brott án þess að umsóknir þeirra um hæli á Íslandi hlytu efnislega meðferð. Umsækjendurnir voru sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins þrátt fyrir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauði krossinn og Amnesty International hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af þeim aðstæðum sem hælisleitendur búa við þar í landi. Í ágúst síðastliðnum gaf Rauði krossinn út svarta skýrslu um aðbúnaðinn í Grikklandi. Þar segir m.a. að um 90% hælisleitenda fái ekki gistipláss í móttökumiðstöðvum fyrir hælisleitendur, enga fjárhagslega aðstoð, mat, fatnað eða heilbrigðisaðstoð frá grískum stjórnvöldum. Auk þess er ófullnægjandi aðgengi að upplýsingum, túlkum og lagalegri ráðgjöf. Þá er atvinnu erfitt að fá vegna tungumálaörðugleika, skorts á fastri búsetu sem er nauðsynleg til að fá atvinnuleyfi og slæms efnahagsástands. Brottvísanir hælisleitendanna frá Íslandi ættu ekki að koma á óvart enda hefur slík meðferð í langan tíma verið regla frekar en undantekning hér á landi. Það sem kemur greinarhöfundum, sem allir eru félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, þó í opna skjöldu er að þetta gerist undir verndarvæng ríkisstjórnar flokks þeirra og Samfylkingarinnar - flokka sem kenna sig við félagslegt réttlæti. Vissulega hefur ríkisstjórn þessara flokka tekið til í málaflokknum og lagt til úrbætur frá því sem áður var, en það er ekki nóg að gera úttektir og skýrslur þegar mannslíf eru í húfi. Fólk er á vergangi í Grikklandi, við hrikalegar aðstæður, í okkar nafni. Við berum ábyrgð í þessu máli. Ekki einungis vegna þess að við berum öll ábyrgð á hvort öðru og ekki einungis vegna þess að kúgun, ofbeldi og vonlaus lífskjör sem hælisleitendur eru að flýja eru sameiginlegt vandamál heimsbyggðarinnar. Okkar ábyrgð er ekki hvað síst að finna í stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur í Írak og Afganistan. Hvernig er okkur stætt á að senda fólk á flótta frá okkur, fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna hernaðar sem Ísland studdi - og styður enn með aðild sinni að NATO? Undirrituð skora á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað og taka mál þessara manna, sem og allra annarra sem sækja um hæli hér á landi, til efnislegrar meðferðar. Með því móti getum við tekið þátt í að minnka álag á lönd eins og Grikkland, sem vegna legu sinnar eru fyrsti viðkomustaður flóttamanna á Schengen-svæðinu, og þannig stuðlað að bættum aðstæðum flóttamanna. Ef fleiri þjóðir færu svo að okkar fordæmi og öxluðu ábyrgð væri jafnvel von á að Grikkland fengi færi á að bæta aðbúnað og aðstæður hælisleitenda þar. Fyrst og fremst er það líka hið rétta að gera. Ýmsir hafa áhyggjur af því að með því að veita fólki hæli séum við að opna landið fyrir flóðbylgju hælisleitenda. Slíku hefur Ísland aldrei staðið frammi fyrir. Kannski verður það stórt vandamál einhvern daginn. Við skulum taka á slíku vandamáli þegar við stöndum frammi fyrir því. En í dag er ekki sá dagur. Við þurfum ekki í dag að taka ákvörðun um hvernig þessum málum verður háttað næstu hundrað árin. Það sem við þurfum að gera akkúrat núna og alltaf í framtíðinni er að leggja okkar af mörkum og tryggja hverri manneskju grundvallarmannréttindi. Ef þessi ríkisstjórn gerir það ekki, hver þá? Höfundar eru félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.Freyr RögnvaldssonSteinunn RögnvaldsdóttirÞórunn ÓlafsdóttirÞórunn Rögnvaldsdóttir
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar