Handbolti

Gummersbach í þriðja sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach kom sér í dag í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með naumum sigri á Minden á heimavelli, 31-29.

Staðan var jöfn, 29-29, þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoraði Róbert Gunnarsson og kom sínum mönnum í Gummersbach yfir. Alls skoraði hann fimm mörk í leiknum.

Gylfi Gylfason skoraði fimm mörk fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson tvö.

Gummersbach er með átján stig eftir tólf leiki og hefur nú tekið fram úr bæði Rhein-Neckar Löwen og Goppingen sem eru með sautján stig eftir tólf leiki. Flensburg er svo í sjötta sætinu með sextán stig.

Kiel er á toppnum með 21 stig og Hamburg með 20 en bæði lið hafa spilað ellefu leiki til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×