Innlent

Kannabis, amfetamín og stolinn bíll í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Á sama stað var einnig lagt hald á 250 grömm af amfetamíni sem voru vandlega falin.

„Við aðgerðina, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan aðstoðar tveggja fíkniefnaleitarhunda frá tollgæslunni en annar þeirra fann amfetamínið sem um ræðir. Í bílskúr hússins var jafnframt bifreið sem reyndist hafa verið stolið. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins," segir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×