Innlent

Vilja bæta stöðu kvenna í ofbeldissamböndum

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Mikill meirihluti þingmanna stendur að tillögu um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Kvennaathvarfið kynnti í byrjun mánaðarins skýrslu um rannsókn sem unnin var á aðstæðum og upplifun kvenna af erlendum uppruna sem leita í Kvennaathvarfið. Á meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós var skelfileg staða kvenna frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem beittar eru ofbeldi af mökum sínum en háðar þeim um landsvist.

Mikill meirihluti Alþingismanna úr öllum flokkum eða 49 hafa lagt fram að þingsályktunartillögu sem felur í sér að skipaður verði starfshópur sem fer þessi mál. Sjaldgæft er að svo margir þingmenn standi að þingsályktunartillögu.

Starfshópurinn á að skila fullmótuðum tillögum um úrbætur og hugsanlegar laga- og reglugerðarbreytingar. Markmiðið með úrbótunum er að bæta réttarstöðu þeirra kvenna sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins og eru háðar ofbeldisfullum mökum um landvist hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×