Innlent

Efla og styrkja samstarfið

Samstarf í höfn Georg Lárusson og Snorri Olsen undirrituðu samstarfssamning í gær.mynd/LHG
Samstarf í höfn Georg Lárusson og Snorri Olsen undirrituðu samstarfssamning í gær.mynd/LHG

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Snorri Olsen tollstjóri undirrituðu í gær samstarfssamning milli Tollstjóraembættisins og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf stofnananna á ýmsum sviðum.

Samningurinn tekur meðal annars til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði, samstarfs á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna, námskeiða og þjálfunar starfsmanna og starfsmannaskipta. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×