Til dómsmálaráðherra og barnaverndaryfirvalda 17. desember 2009 06:00 Hildur Björk Hörpudóttir og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir skrifa um ofbeldi gegn börnum. Undanfarin ár hefur verið vel skilgreint hvað heimilisofbeldi gegn börnum er, hvort sem það telst andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Einnig er ljóst hvaða alvarlegu áhrif það hefur og hvernig bregðast eigi við því. Því miður endar umræðan þar og við tekur úrræðaleysi í þessum málaflokki. Börnum er ekki trúað, áverkavottorð ekki tekin gild, lítið er gert úr vinnu fagfólks, ef það hreinlega treystir sér til þess að standa með börnunum vegna erfiðrar sönnunarbyrði og fárra fordæma fyrir sakfellingum. Að okkar mati er nauðsynlegt að opna barnaverndarmál fyrir hvert einasta barn sem lendir í slíku og falli þar með undir barnaverndarlög en endi ekki utan þeirra á borðum sýslumannsembætta. Við teljum það einnig vera réttindi þeirra barna sem eru fórnarlömb andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis, að fá í öllum tilfellum aðstoð lögfræðinga sem hafa sérþekkingu á málaflokknum ásamt því að hagur og velferð barnsins verði höfð að leiðarljósi. Við skýrslutökur á börnum þarf að vera heimilt að spyrja þau á máli sem þau skilja og hentar aldri þeirra og þroska, eins oft og þurfa þykir til að leiða mál til lykta. Það er grundvallaratriði að öll vitnaleiðsla verði virt og skjalfest en ekki hafnað og vísað frá. Hvorki börnin sem brotið er á, né forráðamenn þeirra sem standa með þeim, eiga að þurfa að mæta neikvæðum viðhorfum og aðkasti. Nauðsynlegt er að taka á málum barna þeirra með fullri virðingu, trúmennsku og alúð. Það vekur óhug að enn gangi þær flökkusögur að konur séu það bitrar og reiðar að þær geri allt til þess að halda börnum sínum frá feðrum þeirra í leit að hefnd. Slík firra er að okkar mati álíka sönn og sú að feður beiti börn sín ofbeldi til þess eins að hefna sín á barnsmæðrum sínum. Það virðist vera tilhneiging í íslensku samfélagi til að tala konur nær stanslaust niður þegar kemur að skilnuðum, líðan þeirra eftir skilnað o.s.frv. Eins virðist það ætla að verða lífseig ósannindi að heimilis- og kynferðisofbeldi sé ekki kynbundið ofbeldi þrátt fyrir að rannsóknir og þekkingarfræðileg rök sýni fram á annað. Þetta er kynjakerfið í einum af sínum fjölmörgu birtingarmyndum og því miður er staðreyndin sú að konur jafnt sem karlar viðhalda því. Við vonum að breyting verði á og skorum á samfélagið og ofangreindar stofnanir til að taka á þessum fordómum með því að hafa hag barna að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að kynna sér málin til hlítar og skoða hvert mál sem einstakt. Heimilisofbeldi gegn börnum er aldrei deila á milli tveggja aðila né nokkurn tíma einkamál. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, sýslumenn og barnaverndarnefndir þurfa að meðtaka þá staðreynd. Réttindi og lög um íslensk börn eiga að vera virt og í hávegum höfð, hvort sem um er að ræða stjórnarskrárbundinn rétt, barnalög, barnaverndarlög eða almenn mannréttindi. Börn eiga ávallt að njóta vafans. Hildur Björk er formaður og Þuríður Helga varaformaður Félags forsjárforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hildur Björk Hörpudóttir og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir skrifa um ofbeldi gegn börnum. Undanfarin ár hefur verið vel skilgreint hvað heimilisofbeldi gegn börnum er, hvort sem það telst andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Einnig er ljóst hvaða alvarlegu áhrif það hefur og hvernig bregðast eigi við því. Því miður endar umræðan þar og við tekur úrræðaleysi í þessum málaflokki. Börnum er ekki trúað, áverkavottorð ekki tekin gild, lítið er gert úr vinnu fagfólks, ef það hreinlega treystir sér til þess að standa með börnunum vegna erfiðrar sönnunarbyrði og fárra fordæma fyrir sakfellingum. Að okkar mati er nauðsynlegt að opna barnaverndarmál fyrir hvert einasta barn sem lendir í slíku og falli þar með undir barnaverndarlög en endi ekki utan þeirra á borðum sýslumannsembætta. Við teljum það einnig vera réttindi þeirra barna sem eru fórnarlömb andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis, að fá í öllum tilfellum aðstoð lögfræðinga sem hafa sérþekkingu á málaflokknum ásamt því að hagur og velferð barnsins verði höfð að leiðarljósi. Við skýrslutökur á börnum þarf að vera heimilt að spyrja þau á máli sem þau skilja og hentar aldri þeirra og þroska, eins oft og þurfa þykir til að leiða mál til lykta. Það er grundvallaratriði að öll vitnaleiðsla verði virt og skjalfest en ekki hafnað og vísað frá. Hvorki börnin sem brotið er á, né forráðamenn þeirra sem standa með þeim, eiga að þurfa að mæta neikvæðum viðhorfum og aðkasti. Nauðsynlegt er að taka á málum barna þeirra með fullri virðingu, trúmennsku og alúð. Það vekur óhug að enn gangi þær flökkusögur að konur séu það bitrar og reiðar að þær geri allt til þess að halda börnum sínum frá feðrum þeirra í leit að hefnd. Slík firra er að okkar mati álíka sönn og sú að feður beiti börn sín ofbeldi til þess eins að hefna sín á barnsmæðrum sínum. Það virðist vera tilhneiging í íslensku samfélagi til að tala konur nær stanslaust niður þegar kemur að skilnuðum, líðan þeirra eftir skilnað o.s.frv. Eins virðist það ætla að verða lífseig ósannindi að heimilis- og kynferðisofbeldi sé ekki kynbundið ofbeldi þrátt fyrir að rannsóknir og þekkingarfræðileg rök sýni fram á annað. Þetta er kynjakerfið í einum af sínum fjölmörgu birtingarmyndum og því miður er staðreyndin sú að konur jafnt sem karlar viðhalda því. Við vonum að breyting verði á og skorum á samfélagið og ofangreindar stofnanir til að taka á þessum fordómum með því að hafa hag barna að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að kynna sér málin til hlítar og skoða hvert mál sem einstakt. Heimilisofbeldi gegn börnum er aldrei deila á milli tveggja aðila né nokkurn tíma einkamál. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, sýslumenn og barnaverndarnefndir þurfa að meðtaka þá staðreynd. Réttindi og lög um íslensk börn eiga að vera virt og í hávegum höfð, hvort sem um er að ræða stjórnarskrárbundinn rétt, barnalög, barnaverndarlög eða almenn mannréttindi. Börn eiga ávallt að njóta vafans. Hildur Björk er formaður og Þuríður Helga varaformaður Félags forsjárforeldra.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar