Innlent

Flugi til Ísafjarðar aflýst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar hefur verið aflýst. Flugvél sem átti að fara til Ísafjarðar um tíuleytið í morgun var snúið við. Líkur eru á að einhverjir sem hugðust verja jólunum á Ísafirði verði strandaglópar í höfuðstaðnum þetta aðfangadagskvöld. Flogið er til annarra áfangastaða samkvæmt áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×