Symonds: Piquet átti hugmyndina að árekstrinum 23. september 2009 10:46 Pat Symonds má ekki koma nálægt Formúl 1 næstu fimm árin. mynd: getty images Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. FIA dæmdi Symonds í fimm ára bann frá Formúlu 1 og Briatore í ótímabundið bann, en sleppti Piquet við refsingu þar sem hann vitnaði í málinu. "Piquet bar þessa hugmynd upp á laugardagskvöldinu fyrir keppni og ég taldi þetta vera eitthvað sem hann vildi gera fyrir liðið. Ég vissi ekki að hann var í samningaviðræðum við Briatore", sagði Symonds í bréfi um málið til FIA. Hann segir það að Fernando Alonso kom inn í fjórtánda hring hefði í sjálfu sér verið eðlilegt vegna vandamála með dekkin hjá Renault. "Ég hefði átt að slá þessa hugmynd af um leið og Piquet bara hana upp. Ég er fullur eftirsjár að hafa ekki gert það og það verður mín ævarandi skömm að hafa tekið þátt í þessu ráðabruggi. Persónulega græddi ég ekkert á þessu og hef kastað frá mér lífsverkefni mínu með Renault", sagði Symonds. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Sjá meira um málið Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. FIA dæmdi Symonds í fimm ára bann frá Formúlu 1 og Briatore í ótímabundið bann, en sleppti Piquet við refsingu þar sem hann vitnaði í málinu. "Piquet bar þessa hugmynd upp á laugardagskvöldinu fyrir keppni og ég taldi þetta vera eitthvað sem hann vildi gera fyrir liðið. Ég vissi ekki að hann var í samningaviðræðum við Briatore", sagði Symonds í bréfi um málið til FIA. Hann segir það að Fernando Alonso kom inn í fjórtánda hring hefði í sjálfu sér verið eðlilegt vegna vandamála með dekkin hjá Renault. "Ég hefði átt að slá þessa hugmynd af um leið og Piquet bara hana upp. Ég er fullur eftirsjár að hafa ekki gert það og það verður mín ævarandi skömm að hafa tekið þátt í þessu ráðabruggi. Persónulega græddi ég ekkert á þessu og hef kastað frá mér lífsverkefni mínu með Renault", sagði Symonds. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Sjá meira um málið
Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira