Einföld leið út úr kvótakerfinu 18. maí 2009 06:00 Jón Kristjánsson skrifar um sjávarútvegsmál Stjórn fiskveiða með því að ákveða fyrir fram hve mikið skuli veiða af hverri tegund, kvótakerfið, hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, þ.e. að auka afrakstur fiskstofna. Eftir aldar fjórðungs tilraun er þorskafli í sögulegu lágmarki og vöxtur fiskanna er lélegri en nokkru sinni fyrr. Menn greinir á um hvers vegna þetta sé, Hafrannsókn kennir um ofveiði, að ekki hafi verið farið hárfínt eftir ráðleggingum þeirra. Aðrir vilja meina að þær líffræðilegu forsendur sem lagðar voru til grundvallar hafi ekki staðist. Þegar dregið var úr veiðum dró úr vexti einstaklinganna. Næg fæða var ekki fyrir hendi til að standa undir stærri stofni. Þegar úthlutað er afla til kvótahafa reyna þeir skiljanlega að fá út úr honum sem mest veðmæti. Þeir reyna að ná sem verðmestum fiski og sé ekki kvóti fyrir því sem veiðist fer það í sjóinn aftur. Þar sem kvótakerfið hefur í sér innbyggðan hvata til sóunar, þá þarf að leggja það af. Einnig er vafasamt að úthluta afla ár fram í tímann, ómögulegt er að telja fiskinn í sjónum og ekki er unnt að sjá fyrir breytingar á fiskgegnd eða aflabrögðum þegar kvótar eru ákveðnir. Sóknarkerfi eins og notað er í Færeyjum nemur breytingarnar strax og er laust við brottkast. Nú tala menn um að breyta þurfi kerfinu og bæta það en fyrning, innköllun á kvóta, uppboð eða hvað það nú heitir viðheldur kerfinu en kemur ekki í veg fyrir galla þess. Það hefur vafist fyrir mönnum hvort unnt sé að innkalla aflaheimildir án þess að ríkið eigi yfir höfði sér skaðabótamál. Margir útgerðarmenn halda því fram að verði aflaheimildir af þeim teknar smám saman og boðnar upp fari fyrirtæki þeirra á hausinn. Þeir sem hafa tekið lán til kvótakaupa séu stórskuldugir og þurfi tekjur til að borga af lánunum. Krafa er um að aflaheimildir verði boðnar út hæstbjóðendum til að fá tekjurnar af auðlindinni í ríkiskassann. Þá myndu menn bjóða hver í kapp annan svipað og við lóðauppboð á höfuðborgarsvæðinu, sem endaði með skelfingu. Innkoman fór beint í aukna eyðslu sveitarfélaganna til að kynda undir brjálæðinu. Hafa verður í huga að kvótinn sem slíkur er einskis virði, verðmætin liggja í fiskinum sem kemur að landi og það mun skila sér til þjóðarinnar eftir sínum leiðum. Kvótauppboð myndu aðeins auka rekstrarkostnað, sem kæmi fram í auknu fiskverði, erfiðari samkeppnisaðstöðu og taprekstri. Auk þess færi afgjaldið af kvótanum svipaða leið og bensíngjaldið, í ríkishítina. Það er ekki flóknara að stíga út úr þessu kerfi en það var að fara inn í það. Það gæti t.d.hafist með eftirfarandi tilkynningu frásjávarútvegsráðherra: Við endurskoðun gagna og endurmat á líffræðilegum forsendum þykir ekki þörf á að vernda þorsk og aðrar botnfisktegundir sérstaklega. Eftirfarandi tegundir eru því teknar út úr kvóta: Þorskur, ýsa, ufsi, skarkoli, steinbítur, karfi og úthafsrækja. Skipum með gilt veiðileyfi er heimilt að stunda veiðar á þessum tegundum. Settar verða nánari reglur um umgengni til að koma í veg fyrir árekstra veiðarfæra og skipaflokka. Ákvörðun þessi gildir til eins árs í senn. Með þessu er ekki verið að taka aflaheimildir frá neinum og því ekki um neina „bótaskyldu" að ræða. Svona breytingar myndu þýða aflaaukningu, nokkuð sem er gagnstætt friðunarstefnu Hafrannsóknar, en í ljósi ömurlegrar reynslu ættu stjórnmálamenn varla að þurfa mikinn kjark til að taka af þeim ráðin. Sýna má fram á með vísindalegum rökum að það er ekki einungis í stakasta lagi, heldur blátt áfram nauðsynlegt að auka veiðar til að bæta vaxtarskilyrði einstaklinganna og koma í veg fyrir sjálfát svo góðir árgangar verði ekki étnir upp áður en þeir geta tekið út vöxt. Einn slíkur er að sögn á leiðinni og myndi muna um að hann yrði að gjaldeyri en færi ekki á matseðilinn hjá horþorskinum. Höfundur er fiskifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Jón Kristjánsson skrifar um sjávarútvegsmál Stjórn fiskveiða með því að ákveða fyrir fram hve mikið skuli veiða af hverri tegund, kvótakerfið, hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, þ.e. að auka afrakstur fiskstofna. Eftir aldar fjórðungs tilraun er þorskafli í sögulegu lágmarki og vöxtur fiskanna er lélegri en nokkru sinni fyrr. Menn greinir á um hvers vegna þetta sé, Hafrannsókn kennir um ofveiði, að ekki hafi verið farið hárfínt eftir ráðleggingum þeirra. Aðrir vilja meina að þær líffræðilegu forsendur sem lagðar voru til grundvallar hafi ekki staðist. Þegar dregið var úr veiðum dró úr vexti einstaklinganna. Næg fæða var ekki fyrir hendi til að standa undir stærri stofni. Þegar úthlutað er afla til kvótahafa reyna þeir skiljanlega að fá út úr honum sem mest veðmæti. Þeir reyna að ná sem verðmestum fiski og sé ekki kvóti fyrir því sem veiðist fer það í sjóinn aftur. Þar sem kvótakerfið hefur í sér innbyggðan hvata til sóunar, þá þarf að leggja það af. Einnig er vafasamt að úthluta afla ár fram í tímann, ómögulegt er að telja fiskinn í sjónum og ekki er unnt að sjá fyrir breytingar á fiskgegnd eða aflabrögðum þegar kvótar eru ákveðnir. Sóknarkerfi eins og notað er í Færeyjum nemur breytingarnar strax og er laust við brottkast. Nú tala menn um að breyta þurfi kerfinu og bæta það en fyrning, innköllun á kvóta, uppboð eða hvað það nú heitir viðheldur kerfinu en kemur ekki í veg fyrir galla þess. Það hefur vafist fyrir mönnum hvort unnt sé að innkalla aflaheimildir án þess að ríkið eigi yfir höfði sér skaðabótamál. Margir útgerðarmenn halda því fram að verði aflaheimildir af þeim teknar smám saman og boðnar upp fari fyrirtæki þeirra á hausinn. Þeir sem hafa tekið lán til kvótakaupa séu stórskuldugir og þurfi tekjur til að borga af lánunum. Krafa er um að aflaheimildir verði boðnar út hæstbjóðendum til að fá tekjurnar af auðlindinni í ríkiskassann. Þá myndu menn bjóða hver í kapp annan svipað og við lóðauppboð á höfuðborgarsvæðinu, sem endaði með skelfingu. Innkoman fór beint í aukna eyðslu sveitarfélaganna til að kynda undir brjálæðinu. Hafa verður í huga að kvótinn sem slíkur er einskis virði, verðmætin liggja í fiskinum sem kemur að landi og það mun skila sér til þjóðarinnar eftir sínum leiðum. Kvótauppboð myndu aðeins auka rekstrarkostnað, sem kæmi fram í auknu fiskverði, erfiðari samkeppnisaðstöðu og taprekstri. Auk þess færi afgjaldið af kvótanum svipaða leið og bensíngjaldið, í ríkishítina. Það er ekki flóknara að stíga út úr þessu kerfi en það var að fara inn í það. Það gæti t.d.hafist með eftirfarandi tilkynningu frásjávarútvegsráðherra: Við endurskoðun gagna og endurmat á líffræðilegum forsendum þykir ekki þörf á að vernda þorsk og aðrar botnfisktegundir sérstaklega. Eftirfarandi tegundir eru því teknar út úr kvóta: Þorskur, ýsa, ufsi, skarkoli, steinbítur, karfi og úthafsrækja. Skipum með gilt veiðileyfi er heimilt að stunda veiðar á þessum tegundum. Settar verða nánari reglur um umgengni til að koma í veg fyrir árekstra veiðarfæra og skipaflokka. Ákvörðun þessi gildir til eins árs í senn. Með þessu er ekki verið að taka aflaheimildir frá neinum og því ekki um neina „bótaskyldu" að ræða. Svona breytingar myndu þýða aflaaukningu, nokkuð sem er gagnstætt friðunarstefnu Hafrannsóknar, en í ljósi ömurlegrar reynslu ættu stjórnmálamenn varla að þurfa mikinn kjark til að taka af þeim ráðin. Sýna má fram á með vísindalegum rökum að það er ekki einungis í stakasta lagi, heldur blátt áfram nauðsynlegt að auka veiðar til að bæta vaxtarskilyrði einstaklinganna og koma í veg fyrir sjálfát svo góðir árgangar verði ekki étnir upp áður en þeir geta tekið út vöxt. Einn slíkur er að sögn á leiðinni og myndi muna um að hann yrði að gjaldeyri en færi ekki á matseðilinn hjá horþorskinum. Höfundur er fiskifræðingur.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar