Stúlkur máttu þola illa meðferð á Bjargi 12. september 2009 01:00 Bjarg Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimili á Seltjarnarnesi í rúm tvö ár. Því var lokað síðla árs 1967 í kjölfar lögreglurannsóknar sem upphófst eftir strok einnar stúlkunnar.fréttablaðið/stefán Vistheimilanefnd segir að meiri líkur en minni séu á að sumar viststúlkur á stúlknaheimilinu Bjargi hafi mátt þola illa meðferð í formi tiltekinna líkamlegra athafna og kynferðislegrar áreitni af hálfu einhverra starfskvenna heimilisins. Framburður viststúlkna annars vegar og starfskvenna Bjargs hins vegar um illa meðferð og ofbeldi á heimilinu stangast algjörlega á en nefndin segir í skýrslu sinni, sem birt var á þriðjudag, að frásagnir stúlknanna séu í meginatriðum trúverðugar. Þá er bent á að starfskonurnar hafi persónulegra hagsmuna að gæta. Það kunni að skýra framburð þeirra. Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi frá 1965 til 1967. Dvöldu þar samtals tuttugu stúlkur um lengri eða skemmri tíma. Tilefni vistunar var einkum ætluð aðkoma að lögbrotum, útivist um nætur, skróp í skóla, drykkja eða aðrir hegðunarerfiðleikar. Þær konur sem nefndin ræddi við sögðu allar að dvölin á Bjargi hefði verið þeim erfið og að þeim hefði almennt liðið illa þar. Auk aðskilnaðar við fjölskyldur nefndu þær erfið samskipti við starfsfólk, strangan aga, frelsisskerðingu og refsingar sem ástæður vanlíðanarinnar. Flestar kvennanna sögðu að þær hefðu verið beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsfólks. Töluvert hefði borið á hótunum af hálfu starfsmanna og þær mátt sæta einangrunarvist á Upptökuheimilinu í Kópavogi eftir strok af Bjargi. Samskipti þeirra við fjölskyldur hefðu verið takmörkuð; heimsóknir undir eftirliti, bréf ritskoðuð og setið yfir símtölum. Fjórar af þeim sjö konum sem komu til viðtals við nefndina greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu tiltekinna starfskvenna. Hefðu þær kysst stúlkurnar tungukossum og strokið þeim innanklæða. Þær starfskonur sem nefndin ræddi við þvertóku fyrir lýsingar kvennanna. Samskiptin hefðu almennt verið góð og allar ráðstafanir sem gripið hafi verið til hafi verið með hag stúlknanna í huga. Ásökunum um ofbeldi var vísað á bug. Þrátt fyrir að Vistheimilanefnd telji meiri líkur en minni á að sumar stúlknanna hafi mátt þola illa meðferð af hálfu einhverra starfskvenna Bjargs dregur hún ekki þá almennu ályktun að starfskonur hafi kerfisbundið og reglulega beitt viststúlkur illri meðferð eða ofbeldi. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira
Vistheimilanefnd segir að meiri líkur en minni séu á að sumar viststúlkur á stúlknaheimilinu Bjargi hafi mátt þola illa meðferð í formi tiltekinna líkamlegra athafna og kynferðislegrar áreitni af hálfu einhverra starfskvenna heimilisins. Framburður viststúlkna annars vegar og starfskvenna Bjargs hins vegar um illa meðferð og ofbeldi á heimilinu stangast algjörlega á en nefndin segir í skýrslu sinni, sem birt var á þriðjudag, að frásagnir stúlknanna séu í meginatriðum trúverðugar. Þá er bent á að starfskonurnar hafi persónulegra hagsmuna að gæta. Það kunni að skýra framburð þeirra. Hjálpræðisherinn starfrækti stúlknaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi frá 1965 til 1967. Dvöldu þar samtals tuttugu stúlkur um lengri eða skemmri tíma. Tilefni vistunar var einkum ætluð aðkoma að lögbrotum, útivist um nætur, skróp í skóla, drykkja eða aðrir hegðunarerfiðleikar. Þær konur sem nefndin ræddi við sögðu allar að dvölin á Bjargi hefði verið þeim erfið og að þeim hefði almennt liðið illa þar. Auk aðskilnaðar við fjölskyldur nefndu þær erfið samskipti við starfsfólk, strangan aga, frelsisskerðingu og refsingar sem ástæður vanlíðanarinnar. Flestar kvennanna sögðu að þær hefðu verið beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsfólks. Töluvert hefði borið á hótunum af hálfu starfsmanna og þær mátt sæta einangrunarvist á Upptökuheimilinu í Kópavogi eftir strok af Bjargi. Samskipti þeirra við fjölskyldur hefðu verið takmörkuð; heimsóknir undir eftirliti, bréf ritskoðuð og setið yfir símtölum. Fjórar af þeim sjö konum sem komu til viðtals við nefndina greindu frá því að þær hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu tiltekinna starfskvenna. Hefðu þær kysst stúlkurnar tungukossum og strokið þeim innanklæða. Þær starfskonur sem nefndin ræddi við þvertóku fyrir lýsingar kvennanna. Samskiptin hefðu almennt verið góð og allar ráðstafanir sem gripið hafi verið til hafi verið með hag stúlknanna í huga. Ásökunum um ofbeldi var vísað á bug. Þrátt fyrir að Vistheimilanefnd telji meiri líkur en minni á að sumar stúlknanna hafi mátt þola illa meðferð af hálfu einhverra starfskvenna Bjargs dregur hún ekki þá almennu ályktun að starfskonur hafi kerfisbundið og reglulega beitt viststúlkur illri meðferð eða ofbeldi. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira