Innlent

ESB mál áfram á dagskrá í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
ESB er áfram rætt á Alþingi í dag. Mynd/ Vilhelm.
ESB er áfram rætt á Alþingi í dag. Mynd/ Vilhelm.
Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður til umræðu á Alþingi í dag en þingfundur hefst klukkan hálftvö. Eftir það verður þingsályktunartillaga framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu jafnframt á dagskrá.

Hart hefur verið tekist á um þetta mál undanfarna daga og má gera ráð fyrir að svo verði áfram, enda eitt stærsta utanríkismál sem Alþingi Íslendinga hefur fengist við í áratugi. Forsætisráðherra gaf sterklega til kynna á þingi í gær að endurskoða þyrfti stjórnarsamstarfið ef tillaga ríkisstjórnarinnar yrði ekki samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×