Drengirnir á Alþingi 10. desember 2009 06:15 Síðasta vika hefur farið í umræðu um Icesave, reynt hefur á þolrifin í málþófi og margt verið sagt. Sumt nokkuð gáfulegt, annað miður gáfulegt og á stundum hefur maður skammast sín fyrir sinn annars góða vinnustað. Hvað sem því líður er það hreint út sagt sorglegt að nýir þingmenn skuli temja sér orðfæri og tjá viðhorf sem hafa í för með sér hreina afturför á Alþingi. Framsóknarflokkurinn hefur kynnt sig fyrir og eftir síðustu kosningar sem Nýja Framsóknarflokkinn en nýir fulltrúar hans á þingi hafa einkum keppst við að bæta í stóryrðaflaum á þeim vettvangi. Þó tekur steininn úr þegar formaður flokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd gera sig hvað eftir annað bera að kvenfyrirlitningu með því að tala niður til kvenna á þingi. Sérstaka athygli mína hefur vakið yfirlæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann hefur átt orðastað við forsætisráðherra. Síðast hóf hann ræðu sína í lok 2. umræðu um Icesave með því að væna ráðherrann um skilnings- og þekkingarleysi og bar þó málefnaleg og rökföst ræða Jóhönnu Sigurðardóttur langt af stóryrðaræðu hans. Formaður Framsóknarflokksins gat sér þess þó til að ástæða þessa gæðamunar væri sú að Jóhanna hefði ekki samið ræðuna sjálf! Ég er ekki í nokkrum vafa um að Sigmundur Davíð hefði aldrei vogað sér að viðhafa þessi ummæli ef ráðherra væri karlmaður. En formaður Framsóknarflokksins telur sig klárlega þess umkominn að tala með þessum hætti niður til konu sem hefur 30 ára reynslu af þingstörfum og þekkir málefni ríkisins betur en flestir aðrir. Höskuldur Þórhallsson bætti svo um betur í umræðunni og taldi ástæðuna fyrir því að forsætisráðherra væri ekki viðstödd umræðuna vera að hún væri örugglega heima að baka. Ég hélt að karlremba af þessu tagi heyrði sögunni til. En sé „drengjaremba“ af þessu tagi það sem Nýi Framsóknarflokkurinn hefur helst fram að færa á Alþingi þá er um afturkipp í jafnréttismálum að ræða hér á landi. Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla jafnréttissinna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Síðasta vika hefur farið í umræðu um Icesave, reynt hefur á þolrifin í málþófi og margt verið sagt. Sumt nokkuð gáfulegt, annað miður gáfulegt og á stundum hefur maður skammast sín fyrir sinn annars góða vinnustað. Hvað sem því líður er það hreint út sagt sorglegt að nýir þingmenn skuli temja sér orðfæri og tjá viðhorf sem hafa í för með sér hreina afturför á Alþingi. Framsóknarflokkurinn hefur kynnt sig fyrir og eftir síðustu kosningar sem Nýja Framsóknarflokkinn en nýir fulltrúar hans á þingi hafa einkum keppst við að bæta í stóryrðaflaum á þeim vettvangi. Þó tekur steininn úr þegar formaður flokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd gera sig hvað eftir annað bera að kvenfyrirlitningu með því að tala niður til kvenna á þingi. Sérstaka athygli mína hefur vakið yfirlæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann hefur átt orðastað við forsætisráðherra. Síðast hóf hann ræðu sína í lok 2. umræðu um Icesave með því að væna ráðherrann um skilnings- og þekkingarleysi og bar þó málefnaleg og rökföst ræða Jóhönnu Sigurðardóttur langt af stóryrðaræðu hans. Formaður Framsóknarflokksins gat sér þess þó til að ástæða þessa gæðamunar væri sú að Jóhanna hefði ekki samið ræðuna sjálf! Ég er ekki í nokkrum vafa um að Sigmundur Davíð hefði aldrei vogað sér að viðhafa þessi ummæli ef ráðherra væri karlmaður. En formaður Framsóknarflokksins telur sig klárlega þess umkominn að tala með þessum hætti niður til konu sem hefur 30 ára reynslu af þingstörfum og þekkir málefni ríkisins betur en flestir aðrir. Höskuldur Þórhallsson bætti svo um betur í umræðunni og taldi ástæðuna fyrir því að forsætisráðherra væri ekki viðstödd umræðuna vera að hún væri örugglega heima að baka. Ég hélt að karlremba af þessu tagi heyrði sögunni til. En sé „drengjaremba“ af þessu tagi það sem Nýi Framsóknarflokkurinn hefur helst fram að færa á Alþingi þá er um afturkipp í jafnréttismálum að ræða hér á landi. Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla jafnréttissinna. Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun