Til dómsmálaráðherra og barnaverndaryfirvalda 17. desember 2009 06:00 Hildur Björk Hörpudóttir og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir skrifa um ofbeldi gegn börnum. Undanfarin ár hefur verið vel skilgreint hvað heimilisofbeldi gegn börnum er, hvort sem það telst andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Einnig er ljóst hvaða alvarlegu áhrif það hefur og hvernig bregðast eigi við því. Því miður endar umræðan þar og við tekur úrræðaleysi í þessum málaflokki. Börnum er ekki trúað, áverkavottorð ekki tekin gild, lítið er gert úr vinnu fagfólks, ef það hreinlega treystir sér til þess að standa með börnunum vegna erfiðrar sönnunarbyrði og fárra fordæma fyrir sakfellingum. Að okkar mati er nauðsynlegt að opna barnaverndarmál fyrir hvert einasta barn sem lendir í slíku og falli þar með undir barnaverndarlög en endi ekki utan þeirra á borðum sýslumannsembætta. Við teljum það einnig vera réttindi þeirra barna sem eru fórnarlömb andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis, að fá í öllum tilfellum aðstoð lögfræðinga sem hafa sérþekkingu á málaflokknum ásamt því að hagur og velferð barnsins verði höfð að leiðarljósi. Við skýrslutökur á börnum þarf að vera heimilt að spyrja þau á máli sem þau skilja og hentar aldri þeirra og þroska, eins oft og þurfa þykir til að leiða mál til lykta. Það er grundvallaratriði að öll vitnaleiðsla verði virt og skjalfest en ekki hafnað og vísað frá. Hvorki börnin sem brotið er á, né forráðamenn þeirra sem standa með þeim, eiga að þurfa að mæta neikvæðum viðhorfum og aðkasti. Nauðsynlegt er að taka á málum barna þeirra með fullri virðingu, trúmennsku og alúð. Það vekur óhug að enn gangi þær flökkusögur að konur séu það bitrar og reiðar að þær geri allt til þess að halda börnum sínum frá feðrum þeirra í leit að hefnd. Slík firra er að okkar mati álíka sönn og sú að feður beiti börn sín ofbeldi til þess eins að hefna sín á barnsmæðrum sínum. Það virðist vera tilhneiging í íslensku samfélagi til að tala konur nær stanslaust niður þegar kemur að skilnuðum, líðan þeirra eftir skilnað o.s.frv. Eins virðist það ætla að verða lífseig ósannindi að heimilis- og kynferðisofbeldi sé ekki kynbundið ofbeldi þrátt fyrir að rannsóknir og þekkingarfræðileg rök sýni fram á annað. Þetta er kynjakerfið í einum af sínum fjölmörgu birtingarmyndum og því miður er staðreyndin sú að konur jafnt sem karlar viðhalda því. Við vonum að breyting verði á og skorum á samfélagið og ofangreindar stofnanir til að taka á þessum fordómum með því að hafa hag barna að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að kynna sér málin til hlítar og skoða hvert mál sem einstakt. Heimilisofbeldi gegn börnum er aldrei deila á milli tveggja aðila né nokkurn tíma einkamál. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, sýslumenn og barnaverndarnefndir þurfa að meðtaka þá staðreynd. Réttindi og lög um íslensk börn eiga að vera virt og í hávegum höfð, hvort sem um er að ræða stjórnarskrárbundinn rétt, barnalög, barnaverndarlög eða almenn mannréttindi. Börn eiga ávallt að njóta vafans. Hildur Björk er formaður og Þuríður Helga varaformaður Félags forsjárforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hildur Björk Hörpudóttir og Þuríður Helga Þorsteinsdóttir skrifa um ofbeldi gegn börnum. Undanfarin ár hefur verið vel skilgreint hvað heimilisofbeldi gegn börnum er, hvort sem það telst andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Einnig er ljóst hvaða alvarlegu áhrif það hefur og hvernig bregðast eigi við því. Því miður endar umræðan þar og við tekur úrræðaleysi í þessum málaflokki. Börnum er ekki trúað, áverkavottorð ekki tekin gild, lítið er gert úr vinnu fagfólks, ef það hreinlega treystir sér til þess að standa með börnunum vegna erfiðrar sönnunarbyrði og fárra fordæma fyrir sakfellingum. Að okkar mati er nauðsynlegt að opna barnaverndarmál fyrir hvert einasta barn sem lendir í slíku og falli þar með undir barnaverndarlög en endi ekki utan þeirra á borðum sýslumannsembætta. Við teljum það einnig vera réttindi þeirra barna sem eru fórnarlömb andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis, að fá í öllum tilfellum aðstoð lögfræðinga sem hafa sérþekkingu á málaflokknum ásamt því að hagur og velferð barnsins verði höfð að leiðarljósi. Við skýrslutökur á börnum þarf að vera heimilt að spyrja þau á máli sem þau skilja og hentar aldri þeirra og þroska, eins oft og þurfa þykir til að leiða mál til lykta. Það er grundvallaratriði að öll vitnaleiðsla verði virt og skjalfest en ekki hafnað og vísað frá. Hvorki börnin sem brotið er á, né forráðamenn þeirra sem standa með þeim, eiga að þurfa að mæta neikvæðum viðhorfum og aðkasti. Nauðsynlegt er að taka á málum barna þeirra með fullri virðingu, trúmennsku og alúð. Það vekur óhug að enn gangi þær flökkusögur að konur séu það bitrar og reiðar að þær geri allt til þess að halda börnum sínum frá feðrum þeirra í leit að hefnd. Slík firra er að okkar mati álíka sönn og sú að feður beiti börn sín ofbeldi til þess eins að hefna sín á barnsmæðrum sínum. Það virðist vera tilhneiging í íslensku samfélagi til að tala konur nær stanslaust niður þegar kemur að skilnuðum, líðan þeirra eftir skilnað o.s.frv. Eins virðist það ætla að verða lífseig ósannindi að heimilis- og kynferðisofbeldi sé ekki kynbundið ofbeldi þrátt fyrir að rannsóknir og þekkingarfræðileg rök sýni fram á annað. Þetta er kynjakerfið í einum af sínum fjölmörgu birtingarmyndum og því miður er staðreyndin sú að konur jafnt sem karlar viðhalda því. Við vonum að breyting verði á og skorum á samfélagið og ofangreindar stofnanir til að taka á þessum fordómum með því að hafa hag barna að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að kynna sér málin til hlítar og skoða hvert mál sem einstakt. Heimilisofbeldi gegn börnum er aldrei deila á milli tveggja aðila né nokkurn tíma einkamál. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, sýslumenn og barnaverndarnefndir þurfa að meðtaka þá staðreynd. Réttindi og lög um íslensk börn eiga að vera virt og í hávegum höfð, hvort sem um er að ræða stjórnarskrárbundinn rétt, barnalög, barnaverndarlög eða almenn mannréttindi. Börn eiga ávallt að njóta vafans. Hildur Björk er formaður og Þuríður Helga varaformaður Félags forsjárforeldra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar