Erlent

Hanski Jacksons seldur fyrir sex milljónir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hvítur hanski, sem Michael Jackson heitinn klæddist við brúðkaup sitt árið 1996, seldist á uppboði í Ástralíu í gær fyrir rúmlega sex milljónir króna. Jackson hélt tónleika í Sydney á brúðkaupsdaginn og endaði á því að kasta hanskanum til tónleikagests. Gesturinn lést nýlega en móðir hans ákvað þá að bjóða hanskann upp. Talsmaður uppboðshússins sagði mun hærra verð hafa fengist fyrir hanskann en menn höfðu búist við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×