Samkeppni í boði ríkisins Hannes Alfreð Hannesson skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Frjáls samkeppni á mörkuðum hérlendis á undir högg að sækja. Hvort sem litið er til rekstrar á sviði bankaþjónustu, bílaumboða eða bókabúða er staðreyndin sú að ríkið hefur tekið yfir rekstur fjölda fyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru nú rekin sem sjálfstæðar einingar í þeirri - oft veiku von - að verðmæti þeirra aukist með tímanum og verði á endanum söluvara. Þetta ‘nýja Ísland’ verðum við væntanlega að búa við um eitthvert skeið og leita leiða til að sætta okkur við. Það er þó ekkert nýnæmi að ríkið standi í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki. Ef við lítum aftur í tímann og framhjá hruninu sjáum við að ríkið hefur löngum staðið í samkeppnisrekstri og jafnvel staðið beggja megin borðs sem bæði eftirlitsaðili og einn helsti þjónustuaðilinn á markaði. Þannig var það með símann fyrir einkavæðingu og þannig er það með póstþjónustu enn þann dag í dag. Á sínum tíma þótti sjálfsagt og eðlilegt að einkavæða fjarskiptaþjónustu hins gamla Pósts og síma. Sú skoðun var studd sterkum rökum um að ríkið ætti ekki að standa í beinni samkeppni við almenna borgara. Undir þau tóku þáverandi stjórnvöld. Nú horfir öðruvísi við því þrátt fyrir að ríkið hafi til neyðst að taka yfir rekstur á fyrrnefndum mörkuðum beint og óbeint, hefur það leyft fyrirtæki sem alltaf hefur verið í eigu þess að sækja fram og styrkja samkeppnisstöðu sína á póstmarkaði. Rétt er að taka fram að undanfarin ár hefur smám saman verið dregið úr einkarétti Íslandspósts á póstþjónustu og þar með opnað fyrir möguleika á samkeppni. Sú stefna stjórnvalda er þó ekki til komin á þeirra eigin forsendum, heldur hefur Evrópusambandið þurft að ýta á eftir breytingum í þá átt með pósttilskipun sinni þar sem kveðið er á um frjálsa samkeppni á þessu sviði. Undirbúningur fyrir samkeppni Til að undirbúa sig undir algert afnám einkaréttar um þarnæstu áramót hefur Íslandspóstur undanfarin ár sótt fram á markaði allsendis ólíkum póstþjónustu. Fyrirtækið er nú orðið að afgreiðslu fyrir ljósmyndir, ljósritunar- og prentunarþjónustu og jafnvel sælgætissölu. Það hefur endurskilgreint hlutverk sitt sem slíkt að vera þjónustufyrirtæki á sviði dreifingar, samskipta og flutningalausna - í beinni samkeppni við gömulgróin flutningsfyrirtæki sem þjónað hafa landsbyggðinni í áratugi. Samkvæmt því hlutverki hefur Íslandspóstur áætlað að fjárfesta fyrir um einn milljarð í nýjum pósthúsum sem sérhönnuð eru til að sinna betur flutningaþjónustu utan hefðbundinnar póstþjónustu. Á sama tíma hefur fyrirtækið dregið saman seglin í almannaþjónustuhlutverki sínu með lokun pósthúsa úti á landsbyggðinni. Fjárfestingarnar hafa leynt og ljóst verið liður í að bæta stöðu Íslandspósts í „sívaxandi samkeppni á flutningamarkaði,“ svo vitnað sé í orð forstjórans, Ingimundar Sigurpálssonar, í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2007. Sókn þess á markaði, jafnvel þeim ótengdum kjarnaþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um póstþjónustu, hefur verið liður í því að mæta samkeppni í kjölfar afnáms einkaréttar í póstþjónustu 2011. Þrátt fyrir að Íslandspóstur sé sjálfstætt fyrirtæki má ekki gleymast að hlutafé þess er í eigu íslensku þjóðarinnar. Það er hennar hagur að fyrirtækinu farnist vel og skili tilhlýðilegum arði til eigenda sinna, sér í lagi af tilkomumiklum fjárfestingum. Það er þó ekki svo. Arðgreiðslur til eigenda (ríkisins) hafa numið 90 milljónum árlega undanfarin þrjú ár, sem nemur um 3% af eigin fé, í takt við arðsemi eiginfjár sem nam 3,05% á síðasta ári. Það er langt undir þeim viðmiðum sem fyrirtækið hefur sjálft sett sér og lagt af stað í fjárfestingar með. Í raun hefur íslenska ríkið uppskorið neikvæða arðsemi eiginfjár upp á tæp 9% á síðasta ári sé tillit tekið til verðbólgu. Það er ef til vill dropi í hafið miðað við þær hremmingar sem hafa dunið yfir, en eigi að síður athyglivert í ljósi þeirrar stefnu Íslandspósts að bæta samkeppnisstöðu sína - á kostnað skattgreiðenda og án fyrirheits um arðsemi fjárfestinga, hvað þá heldur efnda á þeim. Eins vekur það spurningar um tilgang slíkar stórfjárfestingar þegar vitað er að póstmagn fer minnkandi með hverju árinu. Frá árinu 2006 hefur það dregist saman um tæp 16% og heil 10% á milli 2007 og 2008. Margir gætu því tekið undir þau sjónarmið að framkvæmd stefnumótunar Íslandspósts hefur í raun skapað meira tjón en hag. Að auka þjónustu við viðskiptavini getur falið margt í sér, sérstaklega sé tekið mið af mjög breiðri skilgreiningu fyrirtækisins á hlutverki sínu. Ég leyfi mér samt að efast um að sala sælgætis, ljósritun eða flutningsmiðlun í beinni samkeppni við einkafyrirtæki sé raunhæfur vettvangur aukinnar þjónustu. Framtíð póstþjónustu Það er því deginum ljósara að Íslandspóstur er boðflenna á samkeppnismarkaði, eins og Samtök verslunar og þjónustu og fleiri samtök hafa bent réttilega á. Nú um stundir er tilgangslaust að knýja á um að Íslandspóstur sé einkavæddur. Þó er nauðsynlegt, einkum í lagi í þessu tíðarfari, að minna á hvernig fjármunum ríkis sé varið og hvernig stefnu einkafyrirtækja í þeirra eigu sé háttað. Að verið sé að ryðja braut ríkisfyrirtækis inn á samkeppnismarkaði með skattfé er hrikaleg skekkja í þeirri mynd sem við viljum draga af samfélagi gagnsæis og réttlætis. Það fyrirtæki sem undirritaður veitir forstöðu, Pósthúsið ehf., hefur og mun halda áfram að veita Íslandspósti öfluga keppni og aðhald til hagsbóta fyrir neytendur, þrátt fyrir yfirburði þess síðarnefnda í fjárhagslegum styrk. Í ársskýrslu Íslandspósts 2008 kallar forstjórinn eftir viðbrögðum stjórnvalda í þeim efnum. Þau köll tekur Pósthúsið undir. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir hafa hvorki honum né mér hafa borist nein skilaboð um hvernig stjórnvöld hafa hugsað sér hvernig póstdreifingu utan markaðssvæða muni háttað eftir rúma 13 mánuði eða almennar tillögur um framtíðarskipan póstmála. Hæstvirtur samgönguráðherra hefur þegar nýtt sér frestunarheimildir Evrópusambandsins einu sinni. Hvort hann geri það aftur eða breyti í samræmi við pósttilskipunina eftir rúmt ár er óvitað. Því hefur hann engu svarað til um þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Að leysa úr óvissu sem þessari krefst ekki mikils af hálfu ríkisins og getur stuðlað beint að auknu atvinnuöryggi þess fólks sem á þessu sviði starfa. Því skorum við á Kristján Möller, samgönguráðherra, að beita sér fyrir að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um afnám einkaréttar þann 31. desember 2010 í samræmi við pósttilskipun Evrópusambandsins og móti framtíðarstefnu um fyrirkomulag póstdreifingar utan markaðssvæða. Að þeirri vinnu erum við boðin og búin til að bjóða fram aðstoð okkar. Klukkan tifar ráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Pósthússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Frjáls samkeppni á mörkuðum hérlendis á undir högg að sækja. Hvort sem litið er til rekstrar á sviði bankaþjónustu, bílaumboða eða bókabúða er staðreyndin sú að ríkið hefur tekið yfir rekstur fjölda fyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru nú rekin sem sjálfstæðar einingar í þeirri - oft veiku von - að verðmæti þeirra aukist með tímanum og verði á endanum söluvara. Þetta ‘nýja Ísland’ verðum við væntanlega að búa við um eitthvert skeið og leita leiða til að sætta okkur við. Það er þó ekkert nýnæmi að ríkið standi í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki. Ef við lítum aftur í tímann og framhjá hruninu sjáum við að ríkið hefur löngum staðið í samkeppnisrekstri og jafnvel staðið beggja megin borðs sem bæði eftirlitsaðili og einn helsti þjónustuaðilinn á markaði. Þannig var það með símann fyrir einkavæðingu og þannig er það með póstþjónustu enn þann dag í dag. Á sínum tíma þótti sjálfsagt og eðlilegt að einkavæða fjarskiptaþjónustu hins gamla Pósts og síma. Sú skoðun var studd sterkum rökum um að ríkið ætti ekki að standa í beinni samkeppni við almenna borgara. Undir þau tóku þáverandi stjórnvöld. Nú horfir öðruvísi við því þrátt fyrir að ríkið hafi til neyðst að taka yfir rekstur á fyrrnefndum mörkuðum beint og óbeint, hefur það leyft fyrirtæki sem alltaf hefur verið í eigu þess að sækja fram og styrkja samkeppnisstöðu sína á póstmarkaði. Rétt er að taka fram að undanfarin ár hefur smám saman verið dregið úr einkarétti Íslandspósts á póstþjónustu og þar með opnað fyrir möguleika á samkeppni. Sú stefna stjórnvalda er þó ekki til komin á þeirra eigin forsendum, heldur hefur Evrópusambandið þurft að ýta á eftir breytingum í þá átt með pósttilskipun sinni þar sem kveðið er á um frjálsa samkeppni á þessu sviði. Undirbúningur fyrir samkeppni Til að undirbúa sig undir algert afnám einkaréttar um þarnæstu áramót hefur Íslandspóstur undanfarin ár sótt fram á markaði allsendis ólíkum póstþjónustu. Fyrirtækið er nú orðið að afgreiðslu fyrir ljósmyndir, ljósritunar- og prentunarþjónustu og jafnvel sælgætissölu. Það hefur endurskilgreint hlutverk sitt sem slíkt að vera þjónustufyrirtæki á sviði dreifingar, samskipta og flutningalausna - í beinni samkeppni við gömulgróin flutningsfyrirtæki sem þjónað hafa landsbyggðinni í áratugi. Samkvæmt því hlutverki hefur Íslandspóstur áætlað að fjárfesta fyrir um einn milljarð í nýjum pósthúsum sem sérhönnuð eru til að sinna betur flutningaþjónustu utan hefðbundinnar póstþjónustu. Á sama tíma hefur fyrirtækið dregið saman seglin í almannaþjónustuhlutverki sínu með lokun pósthúsa úti á landsbyggðinni. Fjárfestingarnar hafa leynt og ljóst verið liður í að bæta stöðu Íslandspósts í „sívaxandi samkeppni á flutningamarkaði,“ svo vitnað sé í orð forstjórans, Ingimundar Sigurpálssonar, í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2007. Sókn þess á markaði, jafnvel þeim ótengdum kjarnaþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um póstþjónustu, hefur verið liður í því að mæta samkeppni í kjölfar afnáms einkaréttar í póstþjónustu 2011. Þrátt fyrir að Íslandspóstur sé sjálfstætt fyrirtæki má ekki gleymast að hlutafé þess er í eigu íslensku þjóðarinnar. Það er hennar hagur að fyrirtækinu farnist vel og skili tilhlýðilegum arði til eigenda sinna, sér í lagi af tilkomumiklum fjárfestingum. Það er þó ekki svo. Arðgreiðslur til eigenda (ríkisins) hafa numið 90 milljónum árlega undanfarin þrjú ár, sem nemur um 3% af eigin fé, í takt við arðsemi eiginfjár sem nam 3,05% á síðasta ári. Það er langt undir þeim viðmiðum sem fyrirtækið hefur sjálft sett sér og lagt af stað í fjárfestingar með. Í raun hefur íslenska ríkið uppskorið neikvæða arðsemi eiginfjár upp á tæp 9% á síðasta ári sé tillit tekið til verðbólgu. Það er ef til vill dropi í hafið miðað við þær hremmingar sem hafa dunið yfir, en eigi að síður athyglivert í ljósi þeirrar stefnu Íslandspósts að bæta samkeppnisstöðu sína - á kostnað skattgreiðenda og án fyrirheits um arðsemi fjárfestinga, hvað þá heldur efnda á þeim. Eins vekur það spurningar um tilgang slíkar stórfjárfestingar þegar vitað er að póstmagn fer minnkandi með hverju árinu. Frá árinu 2006 hefur það dregist saman um tæp 16% og heil 10% á milli 2007 og 2008. Margir gætu því tekið undir þau sjónarmið að framkvæmd stefnumótunar Íslandspósts hefur í raun skapað meira tjón en hag. Að auka þjónustu við viðskiptavini getur falið margt í sér, sérstaklega sé tekið mið af mjög breiðri skilgreiningu fyrirtækisins á hlutverki sínu. Ég leyfi mér samt að efast um að sala sælgætis, ljósritun eða flutningsmiðlun í beinni samkeppni við einkafyrirtæki sé raunhæfur vettvangur aukinnar þjónustu. Framtíð póstþjónustu Það er því deginum ljósara að Íslandspóstur er boðflenna á samkeppnismarkaði, eins og Samtök verslunar og þjónustu og fleiri samtök hafa bent réttilega á. Nú um stundir er tilgangslaust að knýja á um að Íslandspóstur sé einkavæddur. Þó er nauðsynlegt, einkum í lagi í þessu tíðarfari, að minna á hvernig fjármunum ríkis sé varið og hvernig stefnu einkafyrirtækja í þeirra eigu sé háttað. Að verið sé að ryðja braut ríkisfyrirtækis inn á samkeppnismarkaði með skattfé er hrikaleg skekkja í þeirri mynd sem við viljum draga af samfélagi gagnsæis og réttlætis. Það fyrirtæki sem undirritaður veitir forstöðu, Pósthúsið ehf., hefur og mun halda áfram að veita Íslandspósti öfluga keppni og aðhald til hagsbóta fyrir neytendur, þrátt fyrir yfirburði þess síðarnefnda í fjárhagslegum styrk. Í ársskýrslu Íslandspósts 2008 kallar forstjórinn eftir viðbrögðum stjórnvalda í þeim efnum. Þau köll tekur Pósthúsið undir. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir hafa hvorki honum né mér hafa borist nein skilaboð um hvernig stjórnvöld hafa hugsað sér hvernig póstdreifingu utan markaðssvæða muni háttað eftir rúma 13 mánuði eða almennar tillögur um framtíðarskipan póstmála. Hæstvirtur samgönguráðherra hefur þegar nýtt sér frestunarheimildir Evrópusambandsins einu sinni. Hvort hann geri það aftur eða breyti í samræmi við pósttilskipunina eftir rúmt ár er óvitað. Því hefur hann engu svarað til um þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Að leysa úr óvissu sem þessari krefst ekki mikils af hálfu ríkisins og getur stuðlað beint að auknu atvinnuöryggi þess fólks sem á þessu sviði starfa. Því skorum við á Kristján Möller, samgönguráðherra, að beita sér fyrir að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um afnám einkaréttar þann 31. desember 2010 í samræmi við pósttilskipun Evrópusambandsins og móti framtíðarstefnu um fyrirkomulag póstdreifingar utan markaðssvæða. Að þeirri vinnu erum við boðin og búin til að bjóða fram aðstoð okkar. Klukkan tifar ráðherra. Höfundur er framkvæmdastjóri Pósthússins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar