Viðskipti innlent

Útlánasafn Landsbankans rýrnaði um 19,5% milli verðmata - ekki 24%

Frá útibúi gamla Landsbankans í London.
Frá útibúi gamla Landsbankans í London.

Heildarútlánasafn Landsbankans rýrnaði um 19,5% frá því í febrúar þegar síðasta verðmat á eignum bankans fór fram en ekki 24,2% eins og Vísir greindi frá í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.



Skilanefndin gerði grein fyrir því í gær að virði útlánasafnsins væri 533 milljarðar en í febrúar var útlánasafnið metið á 662 milljarða króna.

Samkvæmt Páli Benediktssyni, upplýsingafulltrúa skilanefndar Landsbankans, má ástæðuna á þessari miklu lækkun á eignasafninu rekja til þess að hluti lánanna hafi verið uppgreiddur á þeim tíma sem líður á milli verðmata.










Tengdar fréttir

Landsbankinn: Eignasafnið rýrnar um 95 milljarða

Eignasafn Landsbanks hefur rýrnað um 95 milljarða frá fyrra mati sem gert var í febrúar. Talið er að um 115 milljarðar muni lenda á Íslenska ríkinu vegna Icesave samkomulagsins þegar það verður gert upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×