Viðskipti innlent

Skilanefnd Landsbankans mat eignir, ekki CIPFA

Svavar Gestsson fór fyrir samninganefnd Íslands í viðræðunum við Breta og Hollendinga.
Svavar Gestsson fór fyrir samninganefnd Íslands í viðræðunum við Breta og Hollendinga.
Samkvæmt skýrslu frá breska endurskoðunarfyrirtækinu Chartered Institute of Public Finance & Accounting, CIPFA, frá því í maí kemur fram að það sé mat Skilanefndar Landsbankans en ekki CIPFA að um 90% eigna Landsbankans endurheimtist.

Ríkisstjórnin og ráðamenn þjóðarinnnar hafa væntanlega vitað af þessari staðreynd en þrátt fyrir það látið líta út fyrir að matið hafi verið gert af óháðum erlendum aðila.

Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, sem fór fyrir samninganefnd Íslands í viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave samninginn tjáði fréttamönnum á þeim tíma að skýrslan yrði lesin vandlega og niðurstöður hennar tengdust óneitanlega viðræðunum um Icesave. Að öðru leyti vildi Svavar ekki tjá sig um skýrsluna.

Nú er hins vegar orðið ljóst að viðkomandi skýrsla hafi verið unnin af Skilanefnd Landsbankans en ekki af breska endurskoðunarfyrirtækinu.

Eins og sjá má í lið númer 23 á blaðsíðu 5 í meðfylgjandi skýrslu frá CIPFA, þá byggir skýrsla þeirra um Landsbankann á mati frá Skilanefnd Landsbankans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×