Button þokast nær meistaratitlinum 28. september 2009 07:39 Jenson Button hefur ekki unnið mót síðan í vor og varð fimmti í Singapúr í gær. Jenson Button færðist skrefi nær meistaratitlinum í Formúluu 1 um helgina, þó langt sé síðan hann vann mót. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins á Brawn bílnum, en varð fimmti í Singapúr í keppni sem landi hans Lewis Hamilton vann. Button til happs þá fékk Sebastian Vettel akstursvíti fyrir að keyra of hratt á þjónustusvæðinu, á sama tíma og hann var í hörkubaráttu um sigur. Vettel var einn fjögurra ökumanna sem áttu möguleika á meistaratitlinum fyrir mótið. En hann varð að sætta sig við fjórða sætið, eftir að hafa tekið út tímarefsingu í brautinni í gær. Mark Webber féll úr leik vegna bilaðs bremsukerfis og þar með eru hans möguleikar úr sögunni í titilslagnum. Button getur tryggt sér titilinn í Japan um næstu helgi ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello. Button er með fimmtán stiga forskot á Barrichello og 25 á Vettel. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Ef Button fær fimm stig umfram Barrichello þá er ljóst að hann verður meistari. Barrichello gæti jafnað stigin við Button, en sá síðarnefndi verður meistari á fleiri unnum mótum. Það er altént ljóst að sigrarnir sex sem Button náði í þegar mótið hófst hafa reynst honum gulls ígildi. Ef gullregla sem spáð var í að taka í gildi í upphafi árs hefði verið látin gilda, þá væri hann þegar meistari. Bernie Ecclestone vildi að flestir unnir sigrar réðu úrslitumn í meistaraslagnum. Það gekk ekk eftir. Stigastaðan 2009 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button færðist skrefi nær meistaratitlinum í Formúluu 1 um helgina, þó langt sé síðan hann vann mót. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins á Brawn bílnum, en varð fimmti í Singapúr í keppni sem landi hans Lewis Hamilton vann. Button til happs þá fékk Sebastian Vettel akstursvíti fyrir að keyra of hratt á þjónustusvæðinu, á sama tíma og hann var í hörkubaráttu um sigur. Vettel var einn fjögurra ökumanna sem áttu möguleika á meistaratitlinum fyrir mótið. En hann varð að sætta sig við fjórða sætið, eftir að hafa tekið út tímarefsingu í brautinni í gær. Mark Webber féll úr leik vegna bilaðs bremsukerfis og þar með eru hans möguleikar úr sögunni í titilslagnum. Button getur tryggt sér titilinn í Japan um næstu helgi ef hann fær fimm stigum meira en Rubens Barrichello. Button er með fimmtán stiga forskot á Barrichello og 25 á Vettel. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Ef Button fær fimm stig umfram Barrichello þá er ljóst að hann verður meistari. Barrichello gæti jafnað stigin við Button, en sá síðarnefndi verður meistari á fleiri unnum mótum. Það er altént ljóst að sigrarnir sex sem Button náði í þegar mótið hófst hafa reynst honum gulls ígildi. Ef gullregla sem spáð var í að taka í gildi í upphafi árs hefði verið látin gilda, þá væri hann þegar meistari. Bernie Ecclestone vildi að flestir unnir sigrar réðu úrslitumn í meistaraslagnum. Það gekk ekk eftir. Stigastaðan 2009
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira