Enski boltinn

Zola samþykkir nýjan samning við West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Nordic Photos/Getty Images

West Ham hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við knattspyrnustjórann Gianfranco Zola um nýjan samning. Nýi samningurinn er til fjögurra ára. Samið er bæði við Zola sem og Steve Clarke, aðstoðarmann hans.

Scott Duxbury hjá West Ham segir að skrifað verði undir samninginn um helgina.

Þeir félagar hafa snúið gengi West Ham við eftir að hafa tekið við liðinu af Alan Curbishley í september.

West Ham er sem stendur í sjöunda sæti ensku deildarinnar og gæti komist í Evrópukeppni næsta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×