Erlent

Stefnt að Thriller-heimsmeti í Mexíkó

Aðdáendur Michael Jacksons Í Mexíkó stefna á að setja óvenjulegt heimsmet á afmælisdegi stjörnunar sem lést á dögunum. Þann 29 ágúst næstkomandi ætla rúmlega ellefu þúsund manns að koma saman í Mexíkóborg til þess að dansa Thriller dansinn svokallaða sem Jackson dansaði í myndbandi við samnefnt lag sem festi hann í sessi sem stjórstjörnu á níunda áratugi síðustu aldar.

Útsendarar heimsmetabókar Guinnes verða á staðnum en fyrra metið settu íbúar Toronto þegar rúmlega 120 manns komu saman til að taka sporið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×