Kaupmáttur launa dregst áfram saman Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. nóvember 2009 06:00 Í Seðlabankanum Arnór Sighvatsson, Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson. Í efnahagsspá bankans kemur fram að langan tíma taki oft að vinna sig út úr kerfislægum fjármálakreppum. Jákvæð teikn séu þó á lofti. Fréttablaðið/Stefán Kaupmáttur launa dregst saman um tæp 16 prósent á næsta ári, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands. Samdrátturinn á þessu ári er 19,2 prósent. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir samdrátt ráðstöfunarteknanna hafa farið hægar af stað en ráð hafi verið fyrir gert í fyrri spám bankans, því verði niðursveiflan skarpari í prósentum talið þótt endanleg rýrnun verði í takt við fyrri spár. Seðlabankinn kynnti í gær efnahagsspá sína fram til ársins 2012. Eftir samdrátt næsta árs gerir Seðlabankinn ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað árið 2011 og aukist svo um 2,6 prósent árið 2012. Í Peningamálum, efnahagsriti Seðlabankans, kemur um leið fram að mikil óvissa sé um framvindu efnahagsmála, meðal annars vegna þess að umfang fjármálakreppunnar eigi sér vart fordæmi. Þá ríki töluverð óvissa um fjármögnun álvers í Helguvík og tengdra orkuframkvæmda og því hafi áhrifum af þeim verið frestað í spám bankans. Seðlabankinn sér þó ýmis jákvæð merki, svo sem að skráð atvinnuleysi sé heldur minna en spáð hafi verið. Það var 7,2 prósent í september og hafði þá minnkað stöðugt frá 9,2 prósenta hámarki í apríl. Þetta, með aðeins betri efnahagshorfum, svo sem stöðugra gengi og að alþjóðlegir fjármálamarkaði hafi verið í hægu bataferli, leiði til þess að bati einkaneyslu verði hraðari, þótt vissulega verði hann hægur. Einkaneyslu er spáð lágmarki í byrjun næsta árs og hafi þá minnkað um þriðjung frá lokafjórðungi 2006. Íbúðafjárfesting og íbúðaverð er hins vegar sagt í langvarandi lægð og verður velta á fasteignamarkaði undir sögulegu meðaltali 2011 og 2012 þrátt fyrir nokkurn vöxt. Núna er gert ráð fyrir að samdráttur á næsta ári verði eitt prósent, í stað tveggja í fyrri spá og að tæplega fjögurra prósenta hagvöxtur verði á þarnæsta ári, en ekki tveggja prósenta eins og áður var spáð. Þá segir í riti bankans að ljóst sé að núverandi tilhögun peningamála henti ekki til lengri tíma litið. „Þegar aðstæður verða eðlilegar á ný virðist nærtækast að hverfa til fljótandi gengis, með formlegt verðbólgumarkmið sem kjölfestu. Litið lengra fram á veginn gæti aðild að myntbandalagi Evrópu einnig orðið valkostur.“Þórarinn G. Pétursson Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Kaupmáttur launa dregst saman um tæp 16 prósent á næsta ári, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands. Samdrátturinn á þessu ári er 19,2 prósent. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir samdrátt ráðstöfunarteknanna hafa farið hægar af stað en ráð hafi verið fyrir gert í fyrri spám bankans, því verði niðursveiflan skarpari í prósentum talið þótt endanleg rýrnun verði í takt við fyrri spár. Seðlabankinn kynnti í gær efnahagsspá sína fram til ársins 2012. Eftir samdrátt næsta árs gerir Seðlabankinn ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað árið 2011 og aukist svo um 2,6 prósent árið 2012. Í Peningamálum, efnahagsriti Seðlabankans, kemur um leið fram að mikil óvissa sé um framvindu efnahagsmála, meðal annars vegna þess að umfang fjármálakreppunnar eigi sér vart fordæmi. Þá ríki töluverð óvissa um fjármögnun álvers í Helguvík og tengdra orkuframkvæmda og því hafi áhrifum af þeim verið frestað í spám bankans. Seðlabankinn sér þó ýmis jákvæð merki, svo sem að skráð atvinnuleysi sé heldur minna en spáð hafi verið. Það var 7,2 prósent í september og hafði þá minnkað stöðugt frá 9,2 prósenta hámarki í apríl. Þetta, með aðeins betri efnahagshorfum, svo sem stöðugra gengi og að alþjóðlegir fjármálamarkaði hafi verið í hægu bataferli, leiði til þess að bati einkaneyslu verði hraðari, þótt vissulega verði hann hægur. Einkaneyslu er spáð lágmarki í byrjun næsta árs og hafi þá minnkað um þriðjung frá lokafjórðungi 2006. Íbúðafjárfesting og íbúðaverð er hins vegar sagt í langvarandi lægð og verður velta á fasteignamarkaði undir sögulegu meðaltali 2011 og 2012 þrátt fyrir nokkurn vöxt. Núna er gert ráð fyrir að samdráttur á næsta ári verði eitt prósent, í stað tveggja í fyrri spá og að tæplega fjögurra prósenta hagvöxtur verði á þarnæsta ári, en ekki tveggja prósenta eins og áður var spáð. Þá segir í riti bankans að ljóst sé að núverandi tilhögun peningamála henti ekki til lengri tíma litið. „Þegar aðstæður verða eðlilegar á ný virðist nærtækast að hverfa til fljótandi gengis, með formlegt verðbólgumarkmið sem kjölfestu. Litið lengra fram á veginn gæti aðild að myntbandalagi Evrópu einnig orðið valkostur.“Þórarinn G. Pétursson
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira