Viðskipti innlent

Deutsche Bank véfengir ráðgjöf til Kaupþings

Deutsche Bank véfengir ummæli Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, um að bankinn hafi veitt Kaupþingi ráðgjöf varðandi kaup á skuldatryggingum á Kaupþing. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag.

Eins og Vísir greindi frá í gær lánaði Kaupþing, Trenvis Ltd., fé til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing í þeim tilgangi að ná niður skuldatryggingarálagi bankans. Trenvis Ltd. var í eigu Kevins Stanford.

Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, lét hafa eftir sér að bankinn hafi fengið trausta viðskiptavini sína til að kaupa skuldatryggingar á bankann eftir ráðgjöf frá Deutsche Bank.

Orðrétt segir Sigðurður í bréfi sínu.

„Að tillögu Deutsche Bank var ákveðið að láta reyna á hvað myndi gerast ef bankinn myndi sjálfur fara að kaupa þessar tryggingar."

Samkvæmt heimildum Guardian virðist Deutsche Bank vera ósammála því sem Sigurður segir í bréfi sínu.

Bankar geta ekki, lögum samkvæmt, keypt skuldatryggingar á sjálfa sig og fengu því forsvarsmenn Kaupþings, trausta viðkiptavini bankans til að kaupa skuldatryggingar á bankann.

Grein Guardian má nálgast hér.




Tengdar fréttir

Tvö mál úr lánabók Kaupþings send sérstökum saksóknara

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis Ltd. í eigu Kevin Stanford, til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Félögin eru bæði skráð á Tortola eyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×