Innlent

Sigmundur Davíð íhugar formannsframboð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hugsar málin.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hugsar málin.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður, segist vera að íhuga framboð til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi í byrjun næsta árs. Í samtali við Vísi í gær sagðist Sigmundur hins vegar ekki vera skráður í flokkinn og að hann væri ekki á leið í pólitík.

„Eftir að þessi frétt birtist varð allt vitlaust hjá mér og ég var í símanum alla daginn að tala við framsóknarmenn sem ég hef flesta hverja ekki hitt áður eða kynnst," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að honum hafi áfram borist símtöl í morgun. Morguninn hafi orðið til þess að sér hefði ekki fundist þetta vera eins fjarlægt og áður. Hann hafi því ákveðið að nýta næstu daga til þess að tala við fólk og athuga hvernig landið liggur.

Sigmundur segir að ástæðan fyrir þvi að hann hafi ekki verið að velta því fyrir sér að fara í pólitík þangað til nú hafi verið sú að hann telji sig hafa misst trúna á pólitík og að hún væri í tengslum við fólkið í landinu. „En ég heyri það allavega á almennum flokksmönnum í Framsóknarflokknum að þeir telja það ekki vera þannig," segir Sigmundur.








Tengdar fréttir

Ekki einu sinni skráður í Framsóknarflokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður segir fólk héðan og þaðan af landinu hafa haft samband við sig að undanförnu. Mikið af því fólki virðist vilja fá hann til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir sérstakt að framsóknarmenn vilji hann sem formann þar sem hann sé ekki einu sinni skráður í flokkinn. Hann segist ekki vera á leiðinni í pólitík sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×