Innlent

Ölvaður ökumaður skildi bílnúmerið eftir

Ökumaður sem grunaður er um að hafa ekið ölvaður í gegnum girðingu við heimahús á Akureyri í morgunsárið stakk af af vettvangi. Ekki vildi þó betur til en að númerplata af bílnum varð eftir í garðinum.

Lögreglan var því fljótt að hafa uppi á ökumanninum sem er átján ára piltur. Hann reyndist hafa ekið beint af vettvangi heim til sín þar sem lögreglan sótti hann. En pilturinn var á bíl móður sinnar. Hann gistir fangageymslur þar til unnt verður að yfirheyra hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×