Innlent

Varað við ófærð á Suðurlandi

Vegagerðin varar við því að Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslin teppist fljótlega eftir að

þjónustu líkur á miðnætti, vegna slæmst veðurútlits.

Færð er víða slæm á landinu vegna mikillar hálku, snjóþekju og éljagangs.. Hálkublettir eru víða á Reykjanesi og á Kjalanesi. Á Suðurlandi er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði. Sjóþekja er í Þrengslum. Hálka er á flestum öðrum leiðum og snjóþekja í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja. Snjóþekja og éljagjagangur Bröttubrekku. Hálka og éljagangur á Vatnaleið ognHoltavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka á öllum leiðum. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall.



Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Á Austurlandi er hálka og hálkublettir og á Suðausturlandi er einnig hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×