Ögmundi brigslað um skrök á þingi 20. desember 2008 06:00 Kristinn sagði Ögmund skrökva á Alþingi í gær. Ögmundur sagði ekki hægt að læra af Kristni að fara rétt með sannleikann. fréttablaðið/valli Við upphaf þingfundar í gær kvaddi Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sér hljóðs vegna auglýsingar frá ASÍ og BSRB sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í auglýsingunni, sem bar yfirskriftina Afnemum forréttindin, lýstu samtökin yfir andstöðu við frumvarp oddvita ríkisstjórnarflokkanna um breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna. Kristinn spurði Ögmund Jónasson, þingmann VG og formann BSRB, út í auglýsinguna og vildi vita til hvaða forréttinda væri verið að vísa. Hvort það væru réttindi BSRB-félaga fram yfir ASÍ-félaga. Í svari sínu sagði Ögmundur Kristin vera sérstakan kapítula í þingsögunni. Nú hafi hann tekið að sér að tala máli oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir sérréttindum í lífeyrismálum. Sagði hann frumvarpið skapa þingmönnum og ráðherrum meiri réttindi er gerist almennt. Kristinn væri að reyna að reka fleyg inn í verkalýðshreyfinguna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, blandaði sér í umræðurnar og sagðist ofbjóða að launþegasamtökin blönduðu sér í umræðu um þingmál með því að birta auglýsingu í dagblaði. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, sagði kostulegt að fylgjast með umræðunni og vildi koma á framfæri hver vilji framsóknarmanna í málinu væri. Hann stæði til að þingmenn væru í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það væri gegnsætt og einfalt og með því væri tómt mál að tala um að þingmenn nytu sérréttinda. Kristinn hafði ekki sagt sitt síðasta og sagði það hafa dregist upp úr Ögmundi að þau forréttindi sem hann vill að verði afnumin felist í að samkvæmt frumvarpinu njóti þingmenn betri kjara en þeir sem greiði í A-deildina. Það sé hins vegar ekki rétt. „Hann veit að hann er að segja ósatt,“ sagði Kristinn og tók til við að bera saman tölur máli sínu til stuðnings. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisgreiðslur þingmanna skertust ef þeir nytu annarra tekna um leið. Slíkt eigi ekki við um þá sem greiða í A-deildina. „Af hverju á ekki hið sama að gilda um alþingismenn að þessu leyti og alla aðra í þjóðfélaginu?“ spurði Kristinn og sagði Ögmund fara með ósannindi í þinginu tvo daga í röð. „Hann er í þeim pólitíska leik að reyna að breiða út ósannindi um kjör alþingismanna af því að hann heldur sig hafa einhvern ávinning af því að tala niður stöðu alþingismanna,“ sagði hann. Fleiri gerðu slíkt hið sama, þeir ættu að hætta því og fara að segja satt og hætta að skrökva. Ögmundur brást við með að segja margt hægt að læra af Kristni en ekki að fara rétt með sannleikann. „Það lærum við ekki af honum,“ sagði Ögmundur og vísaði þannig orðum hans á bug. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Við upphaf þingfundar í gær kvaddi Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sér hljóðs vegna auglýsingar frá ASÍ og BSRB sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í auglýsingunni, sem bar yfirskriftina Afnemum forréttindin, lýstu samtökin yfir andstöðu við frumvarp oddvita ríkisstjórnarflokkanna um breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna. Kristinn spurði Ögmund Jónasson, þingmann VG og formann BSRB, út í auglýsinguna og vildi vita til hvaða forréttinda væri verið að vísa. Hvort það væru réttindi BSRB-félaga fram yfir ASÍ-félaga. Í svari sínu sagði Ögmundur Kristin vera sérstakan kapítula í þingsögunni. Nú hafi hann tekið að sér að tala máli oddvita ríkisstjórnarinnar fyrir sérréttindum í lífeyrismálum. Sagði hann frumvarpið skapa þingmönnum og ráðherrum meiri réttindi er gerist almennt. Kristinn væri að reyna að reka fleyg inn í verkalýðshreyfinguna. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, blandaði sér í umræðurnar og sagðist ofbjóða að launþegasamtökin blönduðu sér í umræðu um þingmál með því að birta auglýsingu í dagblaði. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, sagði kostulegt að fylgjast með umræðunni og vildi koma á framfæri hver vilji framsóknarmanna í málinu væri. Hann stæði til að þingmenn væru í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það væri gegnsætt og einfalt og með því væri tómt mál að tala um að þingmenn nytu sérréttinda. Kristinn hafði ekki sagt sitt síðasta og sagði það hafa dregist upp úr Ögmundi að þau forréttindi sem hann vill að verði afnumin felist í að samkvæmt frumvarpinu njóti þingmenn betri kjara en þeir sem greiði í A-deildina. Það sé hins vegar ekki rétt. „Hann veit að hann er að segja ósatt,“ sagði Kristinn og tók til við að bera saman tölur máli sínu til stuðnings. Niðurstaðan væri sú að lífeyrisgreiðslur þingmanna skertust ef þeir nytu annarra tekna um leið. Slíkt eigi ekki við um þá sem greiða í A-deildina. „Af hverju á ekki hið sama að gilda um alþingismenn að þessu leyti og alla aðra í þjóðfélaginu?“ spurði Kristinn og sagði Ögmund fara með ósannindi í þinginu tvo daga í röð. „Hann er í þeim pólitíska leik að reyna að breiða út ósannindi um kjör alþingismanna af því að hann heldur sig hafa einhvern ávinning af því að tala niður stöðu alþingismanna,“ sagði hann. Fleiri gerðu slíkt hið sama, þeir ættu að hætta því og fara að segja satt og hætta að skrökva. Ögmundur brást við með að segja margt hægt að læra af Kristni en ekki að fara rétt með sannleikann. „Það lærum við ekki af honum,“ sagði Ögmundur og vísaði þannig orðum hans á bug. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira