Innlent

Fréttablaðið sýknað af kröfum Hjalta

Stefndi Fréttablaðinu eftir frétt af málefnum kraftlyftingamanna.
Stefndi Fréttablaðinu eftir frétt af málefnum kraftlyftingamanna.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Fréttablaðið og ritstjóra þess af kröfum Hjalta Árnasonar vegna fréttar sem birt var í október 2007.

Í frétt Fréttablaðsins var rætt við Jóhönnu Eiríksdóttur sem hafði sagt af sér formennsku í Kraftlyftingasambandi Íslands eftir aukaþing sambandsins. Taldi Hjalti að sér vegið og stefndi Fréttablaðinu með kröfu um tíu milljóna króna miskabætur, refsingu og ómerkingu ummæla.

Hjalti vildi að þrenn ummæli yrðu dæmd ómerk. Í fyrsta lagi fyrirsögnin: „Kraftlyftingamenn sem vilja ekki lyfjapróf þröngv-uðu formanni sínum frá völdum“, í öðru lagi ummælin „Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal áhrifamanna í sambandinu vegna þess að því myndu fylgja regluleg lyfjapróf“ og í þriðja lagi: „... í raun eru tveir menn sem stjórna eiginlega öllu. Þar á hún við þá Auðun Jónsson og Hjalta Úrsus Árnason, en hvorugur þeirra situr í stjórn sambandsins“.

Héraðsdómur sagði hvorug fyrrnefndu ummælin tvö beinast sérstaklega að Hjalta heldur að ótilgreindum hópi kraftlyftingamanna sem voru á áðurnefndum fundi. Hjalti gæti ekki fengið ómerkt ummæli sem beindust að ótilgreindum hópi.

Þá sagði héraðsdómur síðustu ummælin, þar sem Hjalti er nefndur á nafn, lýsa skoðun Jóhönnu. Skoðanir sem ekki séu settar fram á ærumeiðandi hátt verði að telja innan marka þess tjáningarfrelsis sem varið sé af stjórnarskránni.

Hjalti kvaðst í gær mundu áfrýja dómnum til Hæstaréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×