VG vill auka skatta á tekjur yfir 6 milljónir 20. desember 2008 07:00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir varaformaður kynntu í gær tillögur flokksins um tekjur og sparnað í ríkisrekstrinum. fréttablaðið/anton Forysta VG kynnti í gær tillögur flokksins um ráðstafanir í ríkisrekstrinum. Ná þær bæði til aukinnar tekjuöflunar og aukins sparnaðar. Afrakstrinum á að verja til að draga úr niðurskurði í velferðarkerfinu. Veigamesta tekjuöflunarleið VG felst í breytingu á tekjuskattskerfinu. Vill flokkurinn að tveimur nýjum skattþrepum verði bætt við þannig að sérstakt álag upp á þrjú prósent leggist ofan á tekjur sem fara yfir sex milljónir á ári og átta prósenta álag leggist á laun umfram 8,4 milljónir á ári. Að mati flokksins færir þessi ráðstöfun ríkissjóði á þriðja milljarð króna á næsta ári. Við efstu mörk næmi skattheimtan tæpum 43 prósentum af tekjum. Tillaga VG er að þessi ráðstöfun verði í gildi út árið 2010. VG vill líka að hlutfall fjármagnstekjuskatts hækki úr tíu prósentum í fjórtán. Fjármagnstekjur að 120 þúsund krónum á ári verði undanþegnar skattinum. Með þessu móti gætu tæpir þrír milljarðar innheimst á næsta ári. Þá leggur flokkurinn til að fólki, sem lifir á fjármagnstekjum einum saman, verði gert að telja fram tekjur og greiða af þeim hefðbundna skatta. Samtals afla tillögurnar ríkissjóði á sjötta milljarð króna á næsta ári. VG leggur líka til sparnaðaraðgerðir umfram þær sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu eins og það lítur nú út. Vill flokkurinn að Varnarmálastofnun verði lögð niður og nauðsynleg starfsemi hennar flutt annað. Við það gætu sparast um 800 milljónir á næsta ári. VG vill líka hætta við stofnun Sjúkratryggingastofnunar, spara í yfirstjórn ráðuneyta og opinberra stofnana, hætta við þátttöku í heimssýningunni í Kína 2010 og afleggja fastar dagpeningagreiðslur til ráðherra, þingmanna á ferðalögum. Flokknum reiknast til að með þessum ráðstöfunum gætu sparast á annan milljarð króna á næsta ári. Þeim fjármunum sem vinnast vill flokkurinn verja til að hverfa frá hugmyndum stjórnvalda um skerðingu í almannatryggingakerfinu og niðurskurði og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu.bjorn@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Forysta VG kynnti í gær tillögur flokksins um ráðstafanir í ríkisrekstrinum. Ná þær bæði til aukinnar tekjuöflunar og aukins sparnaðar. Afrakstrinum á að verja til að draga úr niðurskurði í velferðarkerfinu. Veigamesta tekjuöflunarleið VG felst í breytingu á tekjuskattskerfinu. Vill flokkurinn að tveimur nýjum skattþrepum verði bætt við þannig að sérstakt álag upp á þrjú prósent leggist ofan á tekjur sem fara yfir sex milljónir á ári og átta prósenta álag leggist á laun umfram 8,4 milljónir á ári. Að mati flokksins færir þessi ráðstöfun ríkissjóði á þriðja milljarð króna á næsta ári. Við efstu mörk næmi skattheimtan tæpum 43 prósentum af tekjum. Tillaga VG er að þessi ráðstöfun verði í gildi út árið 2010. VG vill líka að hlutfall fjármagnstekjuskatts hækki úr tíu prósentum í fjórtán. Fjármagnstekjur að 120 þúsund krónum á ári verði undanþegnar skattinum. Með þessu móti gætu tæpir þrír milljarðar innheimst á næsta ári. Þá leggur flokkurinn til að fólki, sem lifir á fjármagnstekjum einum saman, verði gert að telja fram tekjur og greiða af þeim hefðbundna skatta. Samtals afla tillögurnar ríkissjóði á sjötta milljarð króna á næsta ári. VG leggur líka til sparnaðaraðgerðir umfram þær sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu eins og það lítur nú út. Vill flokkurinn að Varnarmálastofnun verði lögð niður og nauðsynleg starfsemi hennar flutt annað. Við það gætu sparast um 800 milljónir á næsta ári. VG vill líka hætta við stofnun Sjúkratryggingastofnunar, spara í yfirstjórn ráðuneyta og opinberra stofnana, hætta við þátttöku í heimssýningunni í Kína 2010 og afleggja fastar dagpeningagreiðslur til ráðherra, þingmanna á ferðalögum. Flokknum reiknast til að með þessum ráðstöfunum gætu sparast á annan milljarð króna á næsta ári. Þeim fjármunum sem vinnast vill flokkurinn verja til að hverfa frá hugmyndum stjórnvalda um skerðingu í almannatryggingakerfinu og niðurskurði og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu.bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira