Innlent

Á annan tug mála bíða afgreiðslu Alþingis

Stíft er fundað á Alþingi þessa dagana enda nálgast jólafrí.
Stíft er fundað á Alþingi þessa dagana enda nálgast jólafrí.

Hátt á annan tug mála bíða afgreiðslu Alþingis fyrir þessi jól meðal annars fjárlög fyrir árið 2009, fjáraukalög fyrir 2008 sem og breytingar á eftirlaunalögum æðstu ráðamanna.

Þingfundi var slitið um klukkan eitt í nótt og hófst aftur í morgun klukkan hálf tíu. Alþingi veitti þrjátíu og einum einstaklingi ríkisborgararétt í morgun og þá voru einnig samþykkt ný lög um dýravernd. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að lækkunin verði endurskoðuð í lok næsta árs.

Búist er við því að þingfundur standi fram eftir degi en óvíst er hvenær honum lýkur. Alþingi mun væntanlega koma saman á mánudaginn í síðasta skipti fyrir jólafrí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×