Innlent

Bíll keyrði á hross

Jeppa var ekið á hross á Fljótshlíðarvegi um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli slapp hrossið ómeitt og bíllinn skemmdist einungis lítillega. Mikil ofankoma var í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í gærkvöld og léleg færð. Segjast lögreglumenn hafa haft mikið að gera við að aðstoða ökumenn sem höfðu fest bíla sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×