Innlent

Skíðasvæði víða opin í dag

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum.

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað núna klukkan tíu og er þetta fyrsta skíðahelgin þar í vetur. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða, segir frábært færi í brekkunum og góð veðurspá sé fyrir daginn og hvetur fólk til að skella sér í brekkurnar og upplifa jólastemningu í fjöllunum utan við ys og þys borgarinnar. Lyftur í Bláfjöllum verða í gangi til klukkan sex í kvöld.

Í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður er opið í dag frá klukkan tíu til fjögur og fjórar lyftur í gangi, Strompur,Fjarkinn, Hólabraut og Auður. Göngubrautin er einnig troðin. Þá verður skíðasvæðið í Tindastóli við Sauðárkrók opið til fimm í dag. Þar segja menn að aðstæður gerist ekki betri til skíðaiðkunar enda nægur snjór. Þá er skíðasvæðið á Siglufirði einnig opið frá ellefu til fimm í dag. Þar er logn, gott færi og mikill snjór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×