Renault hyggst keppa til sigurs 31. janúar 2008 14:46 Nýi Renault bíllinn var frumsýndur í París í dag París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is Formúla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
París var vettvangur formlegrar frumsýningar Renault Formúlu 1 liðsins í dag: Flavio Briatore kynnti nýju ökumenn sína til sögunnar, þá Fernando Alonso og Nelson Piquet. Briatore var ekkert að skafa utan af hlutunum, enda kominn með gulldrenginn sinn Alonso í raðir liðsins á ný. "Ég tel að Renault eigi að keppa um verðlaunasæti á ný og berjast til sigurs í mótum. Það er ekki auðvelt að landa meistaratitlinum og það eru helmingslíkur að við getum orðið meðal þeirra fyrstu fjögurra í einstökum mótum á þessu ári," sagði Briatore á kynningu Renault í dag. "Ég tel að Alonso sé orðinn betri ökumaður, en þegar hann fór frá okkur fyrir tveimur árum. Hann sýndi góða takta í fyrra og hefur fært liðinu aukinn kraft og viljastyrk. Það er frábært fyrir Renault sem lið að hann er hjá okkur. Piquet er okkur mikilvægur líka og ungur ökumaður sem á eftir að gera góða hluti." "Það spyrja mig margir afhverju við erum ekki með franskan ökumann hjá frönsku liði og það gæti orðið raunin í framtíðinni. En þessir kappar eru þeir bestu fyrir okkur í dag. Ég er sáttur við stöðuna," sagði Briatore. Sjá nánar á kappakstur.is
Formúla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira