Viðskipti innlent

Halldór og Sigurjón áfram bankastjórar Landsbankans

Skilanefnd hefur farið þess á leit við Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason að þeir haldi áfram störfum sem bankastjórar Landsbankans og beri áfram ábyrgð á daglegum störfum.

 

Í tilkynningu um málið segir að Landsbankinn vilji taka fram að bankinn hefur ekki verið tekinn til gjaldþrotaskiptameðferðar heldur er aðgerðunum nú ætlað að vernda bankann tímabundið frá því að standa skila á greiðslum skulda og annarra skuldbindinga sem kunna að falla í gjalddaga.

Vinna hefur þegar hafist við endurskipulagningu á starfsemi Landsbankans. Skilanefndin og bankastjórarn Landsbankans eru sammála um að starfsemi Landsbankans skuli vera í eins eðlilegu horfi og kostur er á næstu dögum með það fyrir augum að vernda hagsmuni Landsbankans innan lands sem utan.

Í skilanefnd hafa verið skipaðir Ársæll Hafsteinsson, Einar Jónsson, Lárentsínus Kristjánsson, Lárus Finnbogason og Sigurjón G. Geirsson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×